„Madagaskar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 64:
Þegar konungsríkið Imerina varð til í byrjun 17. aldar var það einungis eitt af mörgum ríkjum á Madagaskar og talsvert minna að vöxtum en öflugu ríkin við strendurnar. Ríkið veiktist enn frekar á 18. öld þegar [[Andriamasinavalona]] konungur skipti því á milli sona sinna. Eftir áratuga stríðsátök og hungursneyðir var ríkið aftur sameinað af [[Andrianampoinimerina]] árið [[1793]]. Hann ríkti upphaflega frá [[Ambohimanga]] og síðar frá [[Konungshöllin í Antanarívó|konungshöllinni í Antanarívó]]. Ríki hans stækkaði hratt þegar hann tók að leggja nærliggjandi furstadæmi undir sig. Sonur hans, [[Radama 1.]], lagði alla eyjuna undir sig 1810-1828 og Bretar litu á hann sem konung Madagaskar. Hann gerði samning við breska landstjórann á [[Máritíus]] árið 1817 um að leggja niður þrælaverslunina í skiptum fyrir hernaðarlega aðstoð frá Bretum. Breskir trúboðar frá [[London Missionary Society]] starfsemi á eyjunni 1818 og trúboðar eins og [[James Cameron (trúboði)|James Cameron]], [[David Jones (trúboði)|David Jones]] og [[David Griffiths (trúboði)|David Griffiths]], hófu að koma upp skólum og skrifa malagasísku með latínuletri.
 
[[Ranavalona 1.]], eftirmaður Radama, reyndi að hrekja Evrópumennina af höndum sér með því að banna [[Kristni]] þrýsta á útlendinga að yfirgefa landið. Í valdatíð hennar var mikið notast við [[guðsdómur|guðsdóminn]] ''[[tangena]]'' (að borða eitur) vegna ásakana um galdra, Kristni og ýmsa aðra glæpi. Tangenaraunin olli um 3000 dauðsföllum árlega milli 1828 og 1861. Frönsku ævintýramennirnir [[Jean Laborde]] og [[Joseph-François Lambert]] bjuggu áfram á Madagaskar og störfuðu fyrir konunginn. Lambert undirritaði umdeildan samning við [[Radama 2.]] sem gaf honum einkarétt á nýtingu skóga og náma gegn 10% gjaldi til konungsins. Radama 2. reyndi að draga úr refsistefnu móður sinnar en honum var steypt af stóli af forsætisráðherra sínum [[Rainivoninahitriniony]] [[1863]] þegar bandalag aðalsmanna (''[[andriana]]'') og alþýðu (''[[hova (madagaskar)|hova]]'') vildi binda enda á einveldi konungsins.
 
Eftir valdaránið var drottningu Radama, [[Rasoherina]], boðið að verða þjóðhöfðingi ef hún samþykkti að giftast Rainivoninahitriniony forsætisráðherra og deila völdum með honum. Hún gekk að þessu og giftist Rainivoninahitriniony en setti hann síðan af og giftist bróður hans [[Rainilaiarivony]]. Hann giftist síðar [[Ranavalona 2.]] og [[Ranavalona 3.]]. Hann reyndi að nútímavæða stjórnsýslu landsins og efla miðstjórnarvaldið. Skólar voru reistir um allt land og skólaskyldu komið á. Skipulag hersins var bætt og breskir ráðgjafar ráðnir til að þjálfa hermennina. [[Fjölkvæni]] var gert ólöglegt og Kristni tekin upp sem opinber trúarbrögð hirðarinnar til hliðar við hefðbundin trúarbrögð. Lagasetning byggðist á breskum lögum og þrír dómstólar að evrópskri fyrirmynd stofnaðir í höfuðborginni. Rainilaiarivony tókst að verjast nokkrum innrásartilraunum Frakka.