„Madagaskar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 68:
 
===Frönsk nýlenda===
[[Mynd:LaGuerreAMadagascar.jpg|thumb|right|Franskt veggspjald frá stríði Frakka við Madagaskar.]]
Frakkar gerðu innrás í Madagaskar 1883, að hluta vegna þess að samningurinn við Lambert hafði ekki verið virtur. Þetta fyrsta [[stríð Frakklands og Madagaskar]] fór þannig að Frakkar fengu hafnarborgina [[Antsiranana]] og erfingjar Lamberts fengu 560.000 franka í bætur vegna samningsins. Árið 1890 féllust Bretar á að Madagaskar væri franskt verndarríki en stjórn eyjarinnar viðurkenndi ekki frönsk yfirráð. Frakkar brugðust við með því að leggja hafnarborgirnar [[Toamasina]] og [[Mahajanga]] á vesturströndinni undir sig 1894 og 1895.
 
Lína 76 ⟶ 77:
Sú hefð að greiða skatta með vinnu hélt áfram undir franskri stjórn og var notuð til að byggja járnbrautir sem tengdu lykilborgir við ströndina við Antanarívó. Hermenn frá Madagaskar börðust með Frökkum í [[Fyrri heimsstyrjöld]]. Á [[1931-1940|4. áratugnum]] gerðu nasistar í Þýskalandi [[Madagaskaráætlunin]]a sem gekk út á að flytja gyðinga frá Evrópu til Madagaskar. Í [[Síðari heimsstyrjöld]] börðust herir [[Vichy-stjórnin|Vichy-stjórnarinnar]] við Breta í [[orrustan um Madagaskar|orrustunni um Madagaskar]].
 
Eftir heimsstyrjöldina kom sjálfstæðishreyfing fram sem leiddi til [[Uppreisnin á Madagaskar|uppreisnar]] gegn nýlendustjórninni 1947. Frakkar gerðu umbætur á stjórninni 1956 sem fólu í sér flutning valds frá París. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu varð Madagaskar sjálfstætt lýðveldi [[14. október]] [[1958]] innan [[Franska samveldið|Franska samveldisins]]. Starfsstjórn tók þá við og kom í gegn nýrri stjórnarskrá 1959 og fullu sjálfstæði [[26. júní]] [[1960]].
 
===Sjálfstætt ríki===