„Madagaskar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 71:
 
Eftir þetta hélt frönsk herdeild til Antanarívó en margir hermannana létust úr sjúkdómum á leiðinni. Frökkum barst liðsauki frá [[Alsír]] og [[Afríka sunnan Sahara|Afríku sunnan Sahara]]. Þegar herinn kom til borgarinnar í september 1895 hóf hann fallbyssuskothríð á konungshöllina. Ranavalona drottning gafst þá upp. Frakkland innlimaði Madagaskar í [[franska nýlenduveldið]] 1896 og gerði eyjuna að nýlendu árið eftir. Um leið var konungsríkið lagt niður og konungsfjölskyldan hrakin í útlegð til [[Réunion]] og Alsír. [[Menalambauppreisnin]] hófst um leið og Frakkar lögðu höfuðborgina undir sig en hún var kveðin niður árið 1897.
 
Undir nýlendustjórninni voru stofnaðar plantekrur fyrir nokkrar útflutningsvörur. [[Þrælahald]] var afnumið ári 1896 og um hálf milljón þræla fékk frelsi. Margir þeirra störfuðu áfram hjá fyrrum eigendum sínum sem þjónustufólk eða landbúnaðarverkamenn. Sum staðar á eyjunni er enn í dag litið niður á afkomendur þræla. Steinlagðar breiðgötur voru búnar til í höfuðborginni og konungshöllinni var breytt í safn. Fleiri skólar voru byggðir, einkum við ströndina þar sem Merínaskólarnir voru ekki til staðar. Skólaskyldu var komið á fyrir börn frá 6 til 13 ára aldurs með áherslu á frönsku og iðngreinar.
 
Sú hefð að greiða skatta með vinnu hélt áfram undir franskri stjórn og var notuð til að byggja járnbrautir sem tengdu lykilborgir við ströndina við Antanarívó. Hermenn frá Madagaskar börðust með Frökkum í [[Fyrri heimsstyrjöld]]. Á [[1931-1940|4. áratugnum]] gerðu nasistar í Þýskalandi [[Madagaskaráætlunin]]a sem gekk út á að flytja gyðinga frá Evrópu til Madagaskar. Í [[Síðari heimsstyrjöld]] börðust herir [[Vichy-stjórnin|Vichy-stjórnarinnar]] við Breta í [[orrustan um Madagaskar|orrustunni um Madagaskar]].
 
Eftir heimsstyrjöldina kom sjálfstæðishreyfing fram sem leiddi til [[Uppreisnin á Madagaskar|uppreisnar]] gegn nýlendustjórninni 1947. Frakkar gerðu umbætur á stjórninni 1956 sem fólu í sér flutning valds frá París. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu varð Madagaskar sjálfstætt lýðveldi [[14. október]] [[1958]] innan [[Franska samveldið|Franska samveldisins]]. Starfsstjórn tók þá við og kom í gegn nýrri stjórnarskrá 1959 og fullu sjálfstæði [[26. júní]] [[1960]].
 
===Sjálfstætt ríki===
Frá því landið fékk sjálfstæði hafa þrjár meiriháttar breytingar verið gerðar á stjórnarskrá landsins. Fyrsta lýðveldið undir stjórn [[Philibert Tsiranana]] (1960-1972) einkenndist af sterkum tengslum við Frakkland. Frakkar skipuðu margar æðstu stöður í stjórnkerfinu og franskir kennarar kenndu franskt námsefni í skólum. Vegna þessa varð stjórn Tsirananas óvinsæl meðal almennings og hann hraktist á endanum frá völdum vegna mótmæla.
 
Herforinginn [[Gabriel Ramanantsoa]] var skipaður forseti og forsætisráðherra sama ár en hann neyddist líka til að segja af sér vegna óvinsælda árið 1975. Eftirmaður hans, [[Richard Ratsimandrava]], var myrtur aðeins sex dögum eftir að hann tók við embætti. Annar herforingi, [[Gilles Andriamahazo]], stýrði þá landinu í sex mánuði þar til varaaðmírállinn [[Didier Ratsiraka]] tók við. Hann kom á stjórn í anda marxisma sem stóð frá 1975 til 1993.
 
Á þessum tíma efldust tengsl landsins við ríkin í [[Austurblokkin]]ni í Evrópu og efnahagsleg einangrunarstefna varð ofaná. Ásamt [[olíukreppan 1973|olíukreppunni 1973]] varð þessi stefna til þess að efnahagur landsins versnaði hratt og lífsgæðum hrakaði. Landið varð gjaldþrota árið 1979 og þurfti að leita á náðir [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðsins]] sem setti skilyrði um aukið gagnsæi stjórnsýslunnar, baráttu gegn spillingu og markaðslausnir í hagkerfinu.
 
Vaxandi óvinsældir Ratsirakas náðu hápunkti þegar lífverðir hans skutu á óvopnaða mótmælendur árið 1991. Nokkrum mánuðum síðar var komin starfsstjórn undir [[Albert Zafy]] sem sigraði síðan í forsetakosningunum 1992. Ný stjórnarskrá kom á fjölflokkakerfi og skiptingu ríkisvaldsins sem færði mikil völd til þingsins. Nýja stjórnarskráin lagði áherslu á mannréttindi, félagsleg réttindi og frjálsa verslun. Stjórnartíð Zafys einkenndist samt af efnahagslegri hnignun, ásökunum um spillingu og breytingum á löggjöfinni sem færðu honum sjálfum meiri völd. Hann var felldur með vantrausti 1996 og [[Norbert Ratsirahonana]] skipaður nýr forseti fram að kosningum. Í kosningunum sigraði Ratsiraka sem lofaði valddreifingu og efnahagsumbótum. Hann var forseti til 2001.
 
Í umdeildum forsetakosningum árið 2001 sigraði [[Marc Ravalomanana]] sem leiddi til sjö mánaða deilna um völd milli stuðningsmanna hans og Ratsirakas. Stjórnarkreppan leiddi til efnahagskreppu sem umbætur Ravalomananas náðu smám saman að vinna á. Stjórn hans lagði áherslu á að laða að fjárfestingu í ferðaþjónustu og menntun, auðvelda beina erlenda fjárfestingu og byggja upp tengsl innanlands og utan. Þjóðarframleiðsla óx um 7% á ári að meðaltali í stjórnartíð hans. Á seinna kjörtímabili hans var Ravalomanana gagnrýndur fyrir vaxandi einræðistilburði og spillingu.
 
Stjórnarandstöðuleiðtoginn [[Andry Rajoelina]] leiddi mótmæli gegn stjórn Ravalomanana snemma árs 2009 sem urðu til þess að hann hrökklaðist frá völdum. Valdaránið var andstætt stjórnarskránni og var fordæmt um allan heim. Rajoelina leiddi starfstjórn sem átti að starfa fram að næstu forsetakosningum. Árið eftir var ný stjórnarskrá samþykkt. [[Hery Rajaonarimampianina]] sigraði forsetakosningarnar 2013 sem alþjóðasamfélagið taldi hafa farið fram með heiðarlegum hætti.
 
==Stjórnmál==