„Sæmundur fróði Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skráin Saemundur_frodi_killing_a_diabolical_seal_close_up.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Ruthven.
Lína 1:
Oft er sagt að '''Sæmundur hafi verið fyrstur Íslendinga til að stunda nám í [[Frakkland]]i en þess ber að geta að á þessum tíma var landsvæðið sunnan við fró'''[[Saxland]] og austan við [[Rín]] oft kallað Franconia og má vera að hann hafi lært þar. Enginn eiginlegur háskóli var þó til í Evrópu á þessum tíma svo að Sæmundur hefur líklega stundað nám við klausturskóla eða á einhverju biskups- eða fræðasetri. Svo mikið er víst að hann fór ungur utan til náms og var þar lengi. Hann kom líklega heim einhverntíma á árunum [[1076]]-[[1078]].einhverntí
'''Sæmundur fróði Sigfússon''' ([[1056]] – [[22. maí]] [[1133]]) var [[goðorðsmaður]] og [[prestur]] í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]]. Hann er hvað frægastur meðal almennings fyrir að hafa verið í [[Svartiskóli|Svartaskóla]] og fyrir að hafa klekkt á skrattanum oftar en einu sinni, og á t.d. samkvæmt þjóðsögum að hafa komið ríðandi frá meginlandi Evrópu á baki kölska sem var þá í selslíki.
 
[[Jón Loftsson|Loftssonar]].
Faðir Sæmundar var Sigfús Loðmundarson prestur í Odda, Loðmundssonar, Svartssonar, Úlfssonar aurgoða. Úlfur var sonur [[Jörundur Hrafnsson|Jörundar Hrafnssonar]] landnámsmanns á Svertingsstöðum, sonar [[Hrafn heimski Valgarðsson|Hrafns heimska Valgarðssonar]]. Móðir Sæmundar var Þórey dóttir Eyjólfs halta, sonar [[Guðmundur Eyjólfsson ríki|Guðmundar ríka Eyjólfssonar]].
 
Oft er sagt að Sæmundur hafi verið fyrstur Íslendinga til að stunda nám í [[Frakkland]]i en þess ber að geta að á þessum tíma var landsvæðið sunnan við [[Saxland]] og austan við [[Rín]] oft kallað Franconia og má vera að hann hafi lært þar. Enginn eiginlegur háskóli var þó til í Evrópu á þessum tíma svo að Sæmundur hefur líklega stundað nám við klausturskóla eða á einhverju biskups- eða fræðasetri. Svo mikið er víst að hann fór ungur utan til náms og var þar lengi. Hann kom líklega heim einhverntíma á árunum [[1076]]-[[1078]].
 
Sæmundur settist að í Odda eftir heimkomuna, vígðist til prests og lét reisa kirkju helgaða heilögum Nikulási. Hann hélt skóla í Odda og var talinn einn lærðasti maður síns tíma. Hann skrifaði um söguleg efni, svo sem [[Listi yfir Noregskonunga|Noregskonunga]]. Rit hans eru öll glötuð en líklega voru þau rituð á [[Latína|latínu]]. Þá var hann einnig einn ritbeiðenda að [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabók]] [[Ari fróði|Ara fróða]] og Ari bar bókina undir hann þegar hann var búinn að skrifa hana. [[Oddur Snorrason]] munkur vitnar einnig til rita Sæmundar í [[Ólafs saga Tryggvasonar|Ólafs sögu Tryggvasonar]] og einnig er vitnað í hann í [[Landnámabók]].
 
Hann stóð að lögtöku [[tíund]]ar á Ísland á árunum 1096 til 1097 ásamt [[Gissur Ísleifsson|Gissuri Ísleifssyni]] biskupi og [[Markús Skeggjason|Markúsi Skeggjasyni]] lögsögumanni og að hans ráði settu biskuparnir [[Þorlákur Runólfsson]] og [[Ketill Þorsteinsson]] kristnirétt hinn eldri 1123.
 
Vegna lærdóms Sæmundar hefur það orð snemma farið af honum að hann væri [[galdrar|fjölkunnugur]] og hafa orðið til ýmsar þjóðsögur um galdrakunnáttu hans og viðskipti við [[Kölski|Kölska]]. Frægust þeirra er sagan af því þegar Sæmundur kom heim úr [[Svartiskóli|Svartaskóla]] og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í selslíki. Þá sögu má finna hjá William af Malmesbury í ''Gesta regum Anglorum'' en þar er söguhetjan Gerbert af Aurillac, seinna [[Sylvester 2.]] páfi (d. [[1003]]).
 
Kona Sæmundar var Guðrún, dóttir [[Kolbeinn Flosason|Kolbeins Flosasonar]] lögsögumanns, og voru börn þeirra [[Eyjólfur Sæmundsson|Eyjólfur prestur í Odda]], Loðmundur, Þórey og [[Loftur Sæmundsson|Loftur]] faðir [[Jón Loftsson|Jóns Loftssonar]].
 
== Heimildir ==