„Orrustan við Leghorn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Orrustan við Leghorn eftir [[Willem van Diest frá miðri 17. öld.]] '''Orrustan við Leghorn''' var sjóorrusta milli flot...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Van_Diest,_Battle_of_Leghorn.jpg|thumb|right|Orrustan við Leghorn eftir [[Willem van Diest]] frá miðri 17. öld.]]
'''Orrustan við Leghorn''' var sjó[[orrusta]] milli flota [[Enska samveldið|Enska samveldisins]] og [[Hollenska lýðveldið|Hollenska lýðveldisins]] við borgina [[Livorno]] (stundum kölluð „Leghorn“ á ensku) á [[Ítalía|Ítalíu]] [[4. mars]] [[1653]] meðan á [[Fyrsta stríð Englands og Hollands|Fyrsta stríði Englands og Hollands]] stóð. Englendingar höfðu skipt flota sínum í tvennt eftir ósigur Hollendinga við [[Orrustan við Kentish Knock|Kentish Knock]] og sent annan hluta hans í [[Miðjarðarhaf]]ið. Þetta reyndust mistök og enski flotinn beið ósigur í [[orrustan við Dungeness|orrustunni við Dungeness]] í desember 1652. Snemma árs 1653 voru þeir líka komnir í vandræði í Miðjarðarhafinu. Enski flotaforinginn [[Henry Appleton]] var fastur í Livorno með sex skip sem gætt var af 16 hollenskum skipum undir stjórn [[Johan van Galen]].
 
Eina leið Appletons til að sleppa var að fá liðsauka. Flotaforinginn [[Richard Badiley]] hélt frá [[Elba|Elbu]] honum til aðstoðar með 8 skip. Áður en Badiley næði til Appletons hafði hann siglt af stað og hafið orrustu við hollensku skipin. Hollendingar hertóku þrjú skip og sökktu tveimur. Þegar Badiley kom á staðinn höfðu Hollendingar yfirhöndina og hann hörfaði því af hólmi.