„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Viðbótartexti
Lína 1:
[[Mynd:Saudafell 4.jpg|thumb|right|Sauðafell í Dölum.]]
'''Sauðafell''' er bær í [[Miðdalir|Miðdölum]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í [[Landnámabók|Landnámu]], kemur við sögu í [[Sturlunga|Sturlungu]] og var einnig sögusvið atburða á [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptatímanum]]Sauðafell telst landnámsjörð, því að [[Erpur Meldúnsson]], [[leysingi]] [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]], fékk Sauðafellslönd og bjó á Sauðafelli. Á 10. öld bjó þar að því er segir í [[Laxdæla saga|Laxdælu]] Þórólfur rauðnef, sem var hetja mikil. Þá er sagt að á Sauðafelli væri allra manna gisting, enda er bærinn í þjóðbraut. Seinna bjó Máni sonur [[Snorri goði|Snorra goða]] á Sauðafelli og síðan Ljótur sonur hans, en um 1200 keypti [[Sighvatur Sturluson]] jörðina og bjó þar og síðan [[Sturla Sighvatsson|Sturla]] sonur hans. Þekktasti atburðurinn sem tengist Sauðafelli er án efa [[Sauðafellsför]] í janúar [[1229]] og þau níðingsverk sem þá voru framin.<ref>Guðrún Nordal, 1998. Ethics and Action in Thirteenth-Century Iceland, Viking Collection 11 (Odense: Odense University Press), bl. 89–99; Jonathan Grove, 2008. ‘Skaldic verse-making in thirteenth-century Iceland: the case of the ''Sauðafellsferðarvísur''’, ''Viking and Medieval Scandinavia'' 4 (2008), 85-131</ref>
 
Sauðafell var löngum setið af stórbrotnum höfðingjum. Nafnkenndastur þeirra var Sturla Sighvatsson (1199-1238) og Hrafn Oddsson (1226-1289), hirðstjóri, sat einnig Sauðafell um skeið.
 
Á 16. öld átti [[Daði Guðmundsson]] í [[Snóksdalur|Snóksdal]] bú á Sauðafelli. [[Jón Arason]] biskup kom haustið [[1550]] með Birni og Ara sonum sínum og flokki manna og settist í bú Daða. Daði safnaði þá liði og tókst að króa þá feðga af í kirkjugarðinum á Sauðafelli og handtaka þá. Eigi nutu þeir kirkjugriða. Þeir voru svo fluttir til [[Skálholt]]s og hálshöggnir þar 7. nóvember 1550.
Lína 7 ⟶ 9:
 
Í bók Björns Th. Björnssonar, Muggur, ævi hans og list, Helgafell 1960, er sagt frá því að Muggur hafi málað litlar landslagsmyndir í olíulitum á Sauðafelli og hafi orðið elskur að útsýninu fram í Hundadalina, séð af klettunum milli Sauðafells og Erpsstaða. Þá útsýn velur hann einnig fyrir smalamyndir líkar þeim sem hann gerði árið áður og fær þá einn af sonum Björns sýslumanns Bjarnarsonar til að sitja fyrir. Auk þess málar hann mynd af gömlu kirkjunni á Sauðafelli og aðra af bæjarhúsunum á Kvennabrekku.
 
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Hann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897.
 
Breskur loftvarnarbelgur, sem slitnað hafði frá Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni og hrakist til Íslands, náðist við Sauðafell í nóvember 1940.