„Fornleifafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Lína 2:
'''Fornleifafræði''' er fræðigrein, sem fjallar um manninn út frá margvíslegum hliðum, t.a.m. út frá beinum (dýra- og manna), gripum (þ.m.t. byggingum), landslagi, ljosmyndum, kortum og öðrum skjölum. Helstu aðferðir fornleifafræðinga er [[fornleifaskráning]] og [[Uppgröftur|fornleifauppgröftur]]. Fornleifafræðingar fást við rannsóknir á ólíkum tímum, t.d. [[Forsögulegur tími|forsögulegum]], [[Miðaldir|miðöldum]], og á minjum nútímasamfélaga.
 
== FornleifafræðiSaga fornleifafræði á Íslandi ==
 
=== fram til 1850 ===
Á meginlandi Evrópu fór áhugi á fornminjum vaxandi samhliða hugmyndum um ríkisvald á 16. og 17. öld. Nýstofnuð ríki þurftu að geta sýnt fram á að ríkisbúar sínir ættu sameiginlega fortíð og upprunasögu; vegna þess beindist áhugi fólks að slíkum gripum og minjastöðum.<ref>Thomas, J. (2004). ''Archaeology and Modernity'', bls. 4.</ref> Álíka var að gerast á Íslandi þar sem fornfræðingar heimsóttu merkilega sögustaði sem nefndir voru í íslendingasögum.<ref>Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson. (1998). Fornleifaskráning - Brot úr íslenskri vísindasögu, bls. 19</ref>