„Madagaskar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
símakóði = 261 |
}}
'''Madagaskar''' ([[malagasíska]]: ''Madagasikara''), áður þekkt sem [[MalagasíulýðveldiðMalagasalýðveldið]], er [[eyríki]] í [[Indlandshaf]]i undan austurströnd [[Afríka|Afríku]]. Ríkið nær yfir eyjuna Madagaskar, sem er [[Listi stærstu eyja heims|fjórða stærsta eyja heims]], og fjölda nærliggjandi eyja. Eyjan klofnaði frá [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]] þegar risameginlandið [[Gondvana]] brotnaði upp. Eftir það þróuðust dýr og plöntur eyjarinnar í hlutfallslega mikilli einangrun. Vegna þessa er Madagaskar einn af þeim stöðum þar sem líffjölbreytni er mest í heiminum. Þar lifa fimm [[prósent]] allra plöntu- og dýrategunda [[jörðin|heimsins]] og 90% þeirra eru eingöngu til á Madagaskar. Meðal þess sem helst einkennir náttúru Madagaskar eru [[lemúrar]] og [[baobabtré]]. Fjölbreytt vistkerfi og líffræðileg fjölbreytni eyjarinnar er í hættu vegna sívaxandi mannfjölda og annarra breytinga í umhverfinu.
 
Elstu [[fornleifar]] sem benda til veru manna á Madagaskar eru frá 2000 f.Kr. [[Ástrónesar]] sigldu á [[flotbytna|flotbytnum]] frá [[Borneó]] til Madagaskar milli 350 f.Kr. og 550 e.Kr. og settust þar að. Um árið 1000 komu [[bantúmenn]] þangað yfir [[Mósambíksund]] og síðan fleiri hópar sem allir lögðu sinn skerf til menningar Madagaskar. [[Malagasar]] skiptast í 18 undirhópa en af þeim eru [[Merínar]] á miðhálendinu fjölmennastir.
Lína 42:
 
Madagaskar tilheyrir hópi [[minnst þróuð ríki|minnst þróaðra ríkja]] heims. [[Malagasíska]] og [[franska]] eru bæði opinber tungumál landsins. Flestir íbúar aðhyllast hefðbundin trúarbrögð, [[kristni]] eða blöndu af þessu tvennu. Helstu undirstöður efnahagslífsins eru [[landbúnaður]] og [[ferðaþjónusta]]. Madagaskar er mikilvægur útflytjandi [[vanilla|vanillu]] og [[negull|neguls]]. Aukin fjárfesting í menntun, heilbrigðisþjónustu og einkaframtaki hafa verið lykilþættir í þróunaráætlun Madagaskar. Þetta hefur skapað vöxt en vegna misskiptingar hefur vaxandi órói fylgt kostnaðarhækkunum og versnandi stöðu fátækustu hópanna og hluta millistéttarinnar. Madagaskar er aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Samtök frönskumælandi ríkja|Samtökum frönskumælandi ríkja]] og [[Þróunarbandalag sunnanverðrar Afríku|Þróunarbandalagi sunnanverðrar Afríku]].
 
==Heiti==
Eyjan Madagskar heitir ''Madagasikara'' á malagasísku, og íbúar hennar eru kallaðir Malagasar. Heitið er þó ekki af innlendum uppruna heldur varð vinsælt í Evrópumálum á Miðöldum. Þannig kemur ''Madageiscar'' fyrst fyrir í endurminningum [[Marco Polo]] á 13. öld sem afbökun á heiti borgarinnar [[Mógadisjú]] í [[Sómalía|Sómalíu]] sem Marco Polo ruglaði saman við eyjuna.
 
Portúgalski landkönnuðurinn [[Diogo Dias]] kom til eyjarinnar á degi heilags [[Lárus af Róm|Lárusar af Róm]] og nefndi hana ''São Lourenço'', en nafnið sem Marco Polo hafði gefið henni varð ofaná á evrópskum kortum. Ekki er vitað um neitt eitt nafn sem innfæddir notuðu um eyjuna áður en heitið ''Madagasikara'' kom til þótt þekkt séu innlend heiti á landshlutum sem ýmis samfélög byggðu.
 
== Tenglar ==