„Svín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 43:
Talið er að svín hafi verið algeng hér á fyrstu öldum en með breyttum landkostum, eyðingu skóga, og harðnandi árferði hlutu svínin smám saman að hverfa en þó er talið að nokkuð hafi verið um svín allt fram á 16. og jafnvel 17. öld.
 
Svínin á Íslandi eru ræktuð með það fyrir augum að fá sem mest og best kjöt af hverri skepnu. Það sést best á því að svínin hafa gríðar stóran búk en litlar fætur í samræmi við búk. Ræktuðu svínin eru samt sem áður komin út frá villisvínum og eru þau m.a. með vígtennur sem þaugþau hafa fengið í arf frá forfeðri sínum. Ekki hefur tekist að rækta vígtennurnar úr eldissvínum og er því oftast gripið til þess ráðs að klippa af tönnum grísa, þar sem þær særa spena gyltunnar og verða hættuleg vopn í fullorðnum svínum.
 
Svínaræktarfélag Íslands var í samstarfi við svínaræktendur í Noregi árið 1995 og fluttu inn norsk svín. Þeim var blandað við íslenska svínastofninn. Svínabúum hefur fækkað mikið en þar á móti hafa þau stækkað til muna. Svínum hefur þrátt fyrir allt fjölgað og er stofninn nú tvöfaldur og neysla svínakjöts fjórfaldast.