„Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Lína 5:
Þó nokkrar þjóðir reyndu að skutla hvali kringum Ísland, t.d Bandaríkjamenn og Danir, en svo fór að Norðmenn voru eina þjóðin sem veiddu hvali við Ísland til langframa. Ástæðan var sú að Norðmaðurinn [https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Svend_Foyn&action=edit&redlink=1 Svend Foyn] tvinnaði saman hraða gufubáta og þá aðferð að pumpa lofti í hvali eftir að þeir höfðu verið skutlaðir svo að þeir flutu, en þannig var hægt að veiða hraðsyndari og stærri hvali en áður.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 45-46.</ref>
 
Um leið og norsku hvalveiðimennirnir byrjuðu að skutla hvali við Ísland við lok 19. aldar hófust talsverðar deilur meðal Íslendinga, einkum á þeim svæðum þar sem Íslendingar áttu mikið undir fiskveiðum.<ref name=":4">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 20.</ref> En á Íslandi var gömul þjóðtrú ríkandi að hvalurinn hegðaði sér eins fjárhundur sem smalaði síldinni saman úti á hafi og ræki hana inn á firði þar sem möguleiktmögulegt væri fyrir Íslendinga að veiða hana.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 124.</ref>
 
Samhliða aukinni þjóðerniskennd meðal Íslendinga í upphafi 20. aldar jókst andstaðan gegn hvalveiðum Norðmanna.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 21.</ref> Í kjölfarið bönnuðu Íslendingar stórhvalaveiðar árið 1915. En fullsýnt þótti að tengsl væri milli hval- og fiskveiða. Jafnframt mundi bannið leyfa stofninum að jafna sig svo að Íslendingar gætu sjálfir byrjað að skutla hvali er fram liðu stundir.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 134.</ref>