Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

ekkert breytingarágrip
 
Hvalstöðin var nær öll eyðilögð vegna túnasléttunar í upphafi 20. aldar. Þrátt fyrir það þykir ljóst eftir að fornleifaskráning var gerð á svæðinu að grunnsævið austan megin tangans var notað sem geymslusvæði fyrir hvali áður en skorið var í þá og þeir bræddir í bræðslunni sem var fundinn staður yst á tanganum. Vestan við bræðsluna var bryggja reist þar sem flutningsskip hvalveiðimanna gátu náð í lýsið og farið með á markaði í Evrópu. Við bryggjuna voru tvær geymslur reistar, þar af ein kolageymsla.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
 
 
=== Sólbakki ===
Hvalstöðin á Sólbakka við [[Önundarfjörður|Önundarfjörð]] var byggð árið 1889 og var ein stærsta hvalstöðin sem norsku hvalveiðimennirnir reistu á Vestfjörðum. Árið 1901 varð stöðin eldi að bráð þegar það kviknaði út frá lýsislampa. Fyrir eldsvoðan á Sólbakka höfðu eigendur hvalfélags Sólbakka reist hvalstöð á Asknesi í [[Mjóifjörður (Austfjörðum)|Mjóafirði]] á Austurlandi og eftir brunann á Sólbakka árið 1901 voru allar veiðar fyrirtækisins stundaðar frá Austurlandi.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 53.</ref>
 
Fornleifaskráning sýndi að mikil umsvif höfðu verið á eyrinni þrátt fyrir að hún hafi verið með aflminnstu hvalstöðvum Norðmanna. Í heildina voru sex mannvirki norsku hvalveiðimannanna skráð, þar á meðal leifar tunnapalla, en á þeim voru hvallýsistunnur geymdar. Rúmlega 130 gripir voru skráðir á landi og 40 neðansjávar. Langstærsti gripaflokkurinn sem var skráðar var bygginarleifar og hvalbein.<ref name=":1">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 14-18.</ref>[[Mynd:Uppsalaeyri 1900.jpg|thumb|Uppsalaeyri við aldamótin 1900. |290x290px]]Fornleifaskráningin leiddi í ljós að verkun hvala hafi sennilega farið fram á fjörunni sunnan sumarhússins. Frá fjörunni var stutt að fara í bræðsluna sem var byggð á þeim sem stað sem sumarbústaðurinn er nú á. Þegar hvallýsið var tilbúið hefur það verið sett í tunnur og geymt á pöllum rétt vestan við bræðsluna. Syðst á eyrinni hafði verkfærageymslu ásamt [[skipakví]] verið valinn staður.<ref name=":1" />
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
584

breytingar