Munur á milli breytinga „Hið íslenska fornritafélag“

ekkert breytingarágrip
(Viðbót um ný útgáfurit)
'''Hið íslenska fornritafélag''' – eða '''Fornritafélagið''' – er félag[[sjálfseignarfélag]] sem var stofnað í [[Reykjavík]] árið [[1928]] til þess að gefa út íslensk fornrit í vönduðum útgáfum. Félagið er enn starfandi og hefur gefið út 2931 bindi íslenskra fornrita, auk nokkurra smárita.
 
[[Fornritafélagið]] nýtur mikillar virðingar fyrir útgáfur sínar, sem eru að jafnaði lagðar til grundvallar við útgáfu á einstökum ritum, svo sem [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]], [[konungasögur|konungasögum]] og [[biskupasögur|biskupasögum]], og þýðingu þeirra á önnur mál. Fyrir útgáfunum eru ítarlegir formálar, orða- og vísnaskýringar eru neðanmáls og aftast nafnaskrár. Bækurnar eru myndskreyttar og þeim fylgja ættaskrár, kort o.fl.
 
Félagið var stofnað 14. júní 1928. [[Jón Ásbjörnsson]] hæstaréttarlögmaður átti frumkvæði að stofnun þess og var forseti til dauðadags (1966). Aðrir í fyrstu stjórn voru [[Matthías Þórðarson]] þjóðminjavörður, ritari, [[Pétur Halldórsson]] bóksali, gjaldkeri, og [[Ólafur Lárusson]] og [[Tryggvi Þórhallsson]] meðstjórnendur. Meðal fyrirmynda að útgáfunni var þýska ritröðin ''[[Altnordische Saga-Bibliothek]]'', sem kom út á árunum 1892–1929, en einnig var höfð hliðsjón af öðrum vönduðum útgáfum. Segja má að stofnun félagsins hafi verið yfirlýsing um að Íslendingar ætluðu sér að taka forystu í útgáfu á hinum forna menningararfi þjóðarinnar, en áður hafði miðstöð þeirrar starfsemi verið í [[Kaupmannahöfn]]. [[Sigurður Nordal]] prófessor var ráðinn útgáfustjóri, en [[Einar Ólafur Sveinsson]] var einna mikilvirkastur við útgáfustörfin fyrstu árin.
 
Fyrsta útgáfurit félagsins, [[Egils saga]], kom út árið [[1933]] í útgáfu Sigurðar Nordal, sem 2. bindi í ritröðinni ''[[Íslenzk fornrit]]''. Með þeirri bók var allt fyrirkomulag útgáfunnar ákveðið í megindráttum. Í seinni tíð hefur það verið aðlagað nútímakröfum, t.d. með ítarlegum ritaskrám o.fl.
 
Þann 27. desember 2011 var gerður samstarfssamningur milli Fornritafélagsins og [[Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum|Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum]] til að færa í fastara form samskipti félagsins og stofnunarinnar.
 
Núverandi forseti félagsins er dr. [[Jóhannes Nordal]].
———
 
'''Nýtt safn, utan ofangreindrar ritraðar:'''
'''Nýr flokkur:'''
* ''[[Eddukvæði]]'' 1–2, Rvík 2014. — [[Jónas Kristjánsson (f. 1924)|Jónas Kristjánsson]] og [[Vésteinn Ólason]] sáu um útgáfuna.
 
———
 
'''Smárit:'''
* ''Hið íslenzka fornritafélag, 1928, Stofnun, lög, efnisskrá'', Rvík 1928.
* ''Hið íslenzka fornritafélag, 1929–1930, Skýrsla, reikningar, félagatal'', Rvík 1931.
 
[[Hið íslenska bókmenntafélag]] sér um dreifingudaglegen rekstur og sölu á ritum Fornritafélagsins.
 
== Þjóðargjöf til Norðmanna ==
== Tenglar ==
*[http://www.hib.is Vefsíða Hins íslenska bókmenntafélags]
*[http://www.arnastofnun.is/page/fornrita_felag Um Fornritafélagið – Af vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum]
*[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1017469 Þjóðargjöfin til Norðmanna er konungasögur – Af mbl.is]
*[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1146081 Afhenti Norðmönnum Sverris sögu – Af mbl.is]