„Ontario“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+kort
Lína 48:
==Söguágrip==
Frumbyggjar höfðu verið í árþúsundir á svæðinu áður en franskir og breskir landkönnuðir komu á svæðið í byrjun 17. aldar. Frakkar áttu í erfiðleikum með landvinninga þar sem [[Írókesar]] mynduðu bandalag með Bretum. Frumbyggjar fengu að kenna á farsóttum Evrópubúa eins og mislingum og bólusótt.
Bretar stofnuðu verslunarstaði við Hudson-flóa og urðu áhrifamiklir. Árið 1791 varð svæðið sem nú er Ontaríó að hluta til að [[Efra-Kanada]], svæðið vestur af [[St.Saint Lawrence-fljót]]i, og [[Neðra Kanada]] sem var austur af fljótinu.
 
Árið 1812 urðu átök milli Breta og Bandaríkjamanna í [[1812 stríðið|1812 stríðinu]], Bandaríkjamenn réðust inn og náðu yfirráðum yfir svæðum en voru reknir til baka. Er þeir flýðu lögðu þeir eld að bænum York (sem er Toronto núna). Eftir stríðið var ákveðið að einblína frekar á innflytjendur frá Bretlandseyjum heldur en Bandaríkjunum.