„Ágrip af Noregskonungasögum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 11 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q249685
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Ágrip af Noregskonungasögum''', eða '''Ágrip''', er [[konungasögur|konungasaga]] sem gefur stutt yfirlit um sögu [[Noregskonungar | Noregskonunga]] frá því um 880 til 1136. Sagan er rituð af óþekktum höfundi um [[1190]], líklega í [[Niðarós|Niðarósi]], og er elsta konungasagan sem varðveist hefur.
 
Ágrip er varðveitt í einu íslensku skinnhandriti frá árabilinu 1200–1225, sem er nú í [[Árnasafn]]i í [[Kaupmannahöfn]], undir nafninu '''AM 325 II 4to'''. Handritið er ekki heilt, og vantar bæði upphaf og endi. [[Árni Magnússon]] komst yfir það árið 1707 og gerði sér strax grein fyrir að það væri einstæður gripur (rarissimum). Samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði varbjuggu þaðfyrri áðureigendur þess á [[Hvalfjarðarströnd]] og í [[Kjós]].
 
Frásögnin hefst með fráfalli [[Hálfdan svarti|Hálfdanar svarta]] og endar um það leyti sem [[Ingi krypplingur]] tók við völdum, og nær því u.þ.b. yfir árabilið 880–1136. Sagan hefur líklega hafist á ævi Hálfdanar svarta, föður Haralds hárfagra og er talið að frásögnin hafi endað með falli birkibeinans [[Eysteinn birkibeinn|Eysteins meylu]] árið 1177, um það leyti sem [[Sverrir konungur]] komst til valda. Hugsanlegt er að Sverrir konungur hafi átt frumkvæðið að verkinu til þess að setja sín eigin afrek í stærra samhengi.