„Sprengidagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
[[Mynd:Saltkjöt og baunir.JPG|thumb|270px|Saltkjöt og baunir er íslenskur réttur sem borðaður er á fjölmörgum íslenskum heimilum á sprengidaginn en er þó alls ekki bundinn við hann eingöngu og var áður algengur allan ársins hring.]]
'''Sprengidagur''' eða ''sprengikvöld'' er þriðjudagur í [[Föstuinngangur|föstuinngangi]] fyrir [[Langafasta|lönguföstu]], 7 vikum fyrir [[Páskar|páska]] og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni [[Jón Grunnvíkingur|Jóns Ólafssonar Grunnvíkings]] frá því kringum 1735895. Þar segir hann ''Sprengikvöld'' þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.
 
Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt „feiti þriðjudagur“ (''mardi gras'').