„Limbó (sjónvarpsþættir)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''''Limbó''''' var [[sjónvarpsþáttur|gamanþáttaröð]] í leikstjórn [[Óskar Jónasson|Óskars Jónassonar]] með [[Radíusbræður]] ([[Steinn Ármann Magnússon|Stein Ármann Magnússon]] og [[Davíð Þór Jónsson]]) í aðalhlutverkum. Þættirnir, sem urðu aðeins tveir, voru sýndir á [[Ríkissjónvarpið|Ríkissjónvarpinu]] [[27. febrúar]] og [[27. mars]] árið [[1993]]. Í fyrri þættinum komu fram auk Steins og Davíðs, [[Helga Braga Jónsdóttir]], [[Steinunn Ólafsdóttir]] og [[Sigurjón Kjartansson]], en í seinni þættinum Sigurjón Kjartansson, [[Jón Gnarr]], [[Gunnar Helgason]] og [[Hjálmar Hjálmarsson]]. Þættirnir gengu út á tilraun þeirra Steins og Davíðs til að gera skemmtiþátt í sjónvarpi þar sem allt gengur á afturfótunum. Þættirnir fylgdu í kjölfar mikilla vinsælda útvarpsþáttarins [[Radíus (útvarpsþættir)|Radíus]] á [[Aðalstöðin]]ni. Þeir fengu misjafna dóma. Aðeins var samið um gerð tveggja þátta og ekki varð framhald á því en [[Sveinn Einarsson]], dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar lét af störfum um sama leyti og nokkru síðar tók [[Hrafn Gunnlaugsson]] við sem framkvæmdastjóri RÚV.
 
Þættirnir mörkuðu upphafið á löngu samstarfi Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr við gerð gamanþátta. Næstu ár unnu þeir saman að þáttaröðunum ''[[Heimsendir (útvarpsþættir)|Heimsenda]]'', ''[[Tvíhöfði (útvarpsþættir)|Tvíhöfða]]'' og ''[[Fóstbræður (sjónvarpsþættir)|FóstbræðrumnFóstbræðrum]]''.
 
{{stubbur}}