„Listamannadeilan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 15:
 
==Listamannaskálinn==
Árið 1942 hafði Bandalag íslenskra listamanna staðið í ströngu í deilunni. Um vorið hafði það breytt um skipulag og var nú samsett úr þremur aðildarfélögum (myndlistarmanna, rithöfunda og tónskálda). Um haustið hélt bandalagið „listamannaþing“ að tillögu [[Páll Ísólfsson|Páls Ísólfssonar]]. Í október voru [[Alþingiskosningar 1942 (október)|Alþingiskosningar]] haldnar og í kjölfarið var skipt um menn í menntamálaráði. Formaður var [[Valtýr Stefánsson]] sem hafði gagnrýnt fyrri ákvarðanir ráðsins í blaðagreinum.
 
Bandalagið ákvað í framhaldi af þinginu að ráðast í að byggja sýningarskála listamanna sem átti að taka á tilfinnanlegum skorti á sýningarhúsnæði í borginni. Úthlutað var lóð við hlið [[Alþingishúsið|Alþingishússins]], milli [[Vonarstræti]]s og [[Kirkjustræti]]s. Byggingu skálans, sem síðar gekk alltaf undir nafninu [[Listamannaskálinn]], lauk snemma árs [[1943]], meðal annars fyrir fé sem safnaðist með [[happdrætti]] sem myndlistarmenn efndu til þar sem verk þeirra voru verðlaun.