„Wicca“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m
m
Lína 1:
[[Mynd:Paganavebury.jpg|thumb|267x267dp|Wicca-fylgjendur við iðju sína í [[Beltane]] í [[England|Englandi]] árið 2005]]
'''Wicca''' er nafn á [[nýheiðinni|nýtrúarhreyfingu]] (e. New Religious Movement) sem alls konar hópar víðsvegar um heiminn sverja sig við. Hreyfingin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 þá kynnt af breskum opinberum starfsmanni, [[Gerald Gardner]] að nafni, eftir að galdralögin á [[Bretland]]i voru numin úr gildi. Gardner hélt því fram að Wicca væri ósvikið trúarbragð sem ætti rætur að rekja til fornra [[Þjóðtrú|þjóð]]<nowiki/>- og [[Galdur|galdrahefða]] sem höfðu farið hulduhöfði á bretlandseyjum frá [[fornöld]] og Wicca ætti því upphaf sitt að rekja til [[Heiðni|heiðins]] siðar fyrir tíð kristni í [[Evrópa|evrópu]].

Aftur á móti hefur engum tekist að færa rökbundna sönnun fyrir fullyrðingum Gardners og í dag er það álitið að Gardner hafi sett saman Wicca sjálfur, þar sem mest af trúfræðilegu innihaldi þess er hægt að rekja til fyrirbæra sem sagnfræðirit frá [[19. öldin|19. öldinni]] hafa þegar gefið til kynna.
 
Wicca virðist að mestu leyti byggt á enskum og [[Keltneskar þjóðir|keltneskum]] þjóðfræðum, enokíska kerfi [[John Dee|Johns Dee]], [[Thelema]], [[Golden Dawn]], [[Stregheria]], [[Jóga|tantrísku jóga]] og KJV Biblíunni.