„Tour de France“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Tour-de-france-2006-stage-1.jpg|thumb|right|Leið 1 í Tour de France-keppninni 2006.]]
'''Tour de France''' er árleg [[keppnislota|lotuskipt]] [[kapphjólreiðar|hjólreiðakeppni]] karla sem fer aðallega fram í [[Frakkland]]i þótt hlutar keppnisleiðanna séu í öðrum löndum. Keppnin var fyrst haldin árið [[1903]] af tímaritinu ''[[L'Auto]]''. Hún er nú haldin af [[Amaury Sport Organisation]] sem er hluti af fjölmiðlasamsteypunni [[Éditions Philippe Amaury]]. Þátttakendur eru að mestu leyti [[UCI WorldTeam]]-lið og mótið er hluti af mótaröðinni [[UCI World Tour]]. Ásamt [[Giro d'Italia]] (maí-júní) og [[Vuelta a España]] (ágúst-september) er keppnin ein af [[Grand Tour (hjólreiðar)|Grand Tour]]-keppnunum. Keppnin hefur fallið niður 11 sinnum vegna [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri]] og [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]].
 
Keppnin er oftast haldin í júlí. Leiðirnar eru breytilegar en þær skiptast í tímakeppnir, fjallaleiðir um bæði [[Alpafjöll]] og [[Pýreneafjöll]] og lokakeppni á [[Champs-Élysées]] í [[París]]. Nú skiptist keppnin í 21 dagleið sem samtals eru um 3.500 km að lengd. Keppt er á [[götuhjól]]um.