„Concorde“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rxy (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 93.95.74.150 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Když91 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Concorde''' (fullt nafn: '''Aérospatiale-BAC Concorde''') var [[hljóðfrátt|hljóðfrá]] farþega[[flugvél]] knúin af [[þrýstihverfill|þrýstihverfli]]. Flugvélin var smíðuð með samvinnu [[England|Englendinga]] og [[Frakkland|Frakka]] af flugvélaframleiðendunum [[Aérospatiale]] og [[British Aircraft Corporation]]. Fyrsta flug Concorde-flugvélar var árið [[1969]] en 27 ára þjónustutíð þeirra hófst árið [[1976]]. Flugvélin gat flogið á allt að 2.000 km/klst.
 
Concorde-vélar flugu reglulega yfir [[Atlantshaf]]ið frá [[London Heathrow-flugvöllur|London Heathrow-]] og [[Charles de Gaulles-flugvöllur|París Charles de Gaulles-flugvöllunum]] til [[John F. Kennedy-flugvöllur|John F. Kennedy-flugvallar]] í New York og [[Washington Dulles-flugvöllur|Washington Dulles-flugvallar]]. Flugið tók helming tíma annarra flugvéla.
 
Aðeins 20 flugvélar voru gerðar og þróun þeirra var ekki arðbær. Auk þess fengu flugfélögin [[Air France]] og [[British Airways]] fjárframlög frá ríkisstjórnum sínum til kaupa á vélunum. Vegna einnar [[brotlending]]ar Concorde-vélar og [[Hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkanna 11. september 2001]] var ákveðið að taka Concorde úr notkun þann [[26. nóvember]] árið [[2003]]. Concorde-flugvélar voru þekktar um allan heim og eru enn í dag helgimyndir flugatvinnugreinarinnar.