„Eygló Ósk Gústafsdóttir“: Munur á milli breytinga

íslensk sundkona
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Eygló Ósk Gústafsdóttir''' er íslensk landsliðskona í sundi. Á íslandsmótinu 2009 sigraði hún í 50 metra baksundi og bætti íslandsmetið í 30,19 sekóndur.<ref>[h...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2017 kl. 18:38

Eygló Ósk Gústafsdóttir er íslensk landsliðskona í sundi.

Á íslandsmótinu 2009 sigraði hún í 50 metra baksundi og bætti íslandsmetið í 30,19 sekóndur.[1] Í nóvember sama árs keppti hún á alþjóðlegu móti í Frakklandi þar sem hún bætti 100 metra baksunds telpnamet með 1 mínótu og 3,87 sekóndum og Bætti 800 metra skriðsunds telpnamet með tímanum 8:56,13.[2]

Á íslandsmeistaramótinu 2010, en þá var hún 15 ára, keppti hún í kvennaflokki og vann skriðsund kvenna með tímanum 8 mínótur og 54,13 sekóndur.[3] Hún tók þátt í evrópumeistaramóti unglinga í Serbíu sem var haldið í júlí sama árs og þar fékk hún silfur í 200 metra baksundi.[4]

Á íslandsmeistaramótinu 2011 setti hún þrjú stúlknamet í 200 metra baksundi, 200 metra fjórsundi, 100 metra baksundi. Metið í 100 metra baksundi bætti einnig íslandsmet kvenna.[5]

Á íslandsmeistaramótinu 2012 setti hún sjö íslandsmet í 200 metra fjórsundi, 200 metra skkriðsundi, 100 metra baksundi, 200 metra baksundi, auk þess sem hún setti íslandsmet í fjórföldu 200 metra skriðsundi, fjórföldu 100 metra skriðsundi og fjórföldu 100 metra fjórsundi með sundsveit Ægis. Hún náði tímamörkum Ólympíuleikana í London í 200 metra baksundi og fékk keppnisrétt á því móti.[6] Á ólympíuleikunum í London 2012 synti hún á 2 mínótum og 16,81 sekóndu í fjórsundi, hafnaði í 28. sæti af 34 og komst ekki í undanúrslit.[7]

Á opna danska meistaramótinu 2015 náði hún lágmarki HM í Kazzan, Rússlandi og Ólympíuleikana í Ríó, Braselíu og hefur keppnisrétt á þeim mótum. Hún er fyrsti íslendingurinn til að ná því afreki.[8] Sama árs í júlí keppti hún á opna parísarmótinu þar sem hún sigraði B-riðill í 100 metra baksundi og lenti í 9. sæti yfir heildina.[9]

Tilvísanir

  1. Fjögur Íslandsmet féllu í Laugardalnum. Morgunblaðið, Morgunblaðið E (21.11.2009), Blaðsíða 1
  2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5265740 Eygló setti tvö telpnamet Morgunblaðið, Morgunblaðið B (02.11.2009), Blaðsíða 3
  3. Kornungir Íslandsmeistarar. Morgunblaðið, Morgunblaðið C (12.11.2010), Blaðsíða 1
  4. Var ákveðin í að vinna hana. Morgunblaðið, Morgunblaðið C (08.07.2011), Blaðsíða 1
  5. Duglegri að mæta á morgnana. Fréttablaðið, 266. tölublað (14.11.2011), Blaðsíða 48
  6. Mesta afrekið mitt. Morgunblaðið, Íþróttir (16.04.2012), Blaðsíða 1
  7. Reyndi að sprengja mig í skriðsundinu. Morgunblaðið, Íþróttir (31.07.2012), Blaðsíða 4
  8. Vil meira en að ná bara lágmarkinu. Fréttablaðið, 77. tölublað (01.04.2015), Blaðsíða 74
  9. Eygló í níunda sætinu í París. Morgunblaðið, Íþróttir (09.07.2012), Blaðsíða 8