Munur á milli breytinga „Nýja-Sjáland“

m
m
Fyrstu Evrópumennirnir sem komu til Nýja-Sjálands svo vitað sé voru [[Holland|hollenski]] landkönnuðurinn [[Abel Tasman]] og áhöfn hans árið [[1642]]. Til átaka kom milli þeirra og innfæddra og fjórir áhafnarmeðlimir og einn Maóríi voru drepnir. Engir Evrópumenn komu til landsins eftir það fyrr en árið 1769 þegar [[James Cook]] kortlagði nær alla ströndina. Í kjölfar Cooks komu fjöldi evrópskra og norðuramerískra [[hvalveiði]]-, [[selveiði]]- og kaupskipa til landsins. Þeir versluðu við innfædda og seldu þeim meðal annars mat, járnhluti og [[byssa|byssur]]. [[Kartafla]]n og byssan höfðu mikil áhrif á samfélag Maóría. Kartaflan gaf af sér stöðugri og meiri matarbirgðir en áður höfðu þekkst og gerði þannig lengri styrjaldir mögulegar. [[Byssustríðin]] milli ættbálka Maóría stóðu frá 1801 til 1840 og urðu til þess að milli 30 og 40.000 Maóríar týndu lífinu. Ásamt sjúkdómum sem Evrópumenn báru með sér urðu þessi átök til þess að fjöldi Maóría var aðeins 40% af því sem hann hafði verið fyrir komu Evrópumanna. Snemma á 19. öld hófu trúboðar starfsemi á eyjunum og sneru meirihluta Maóría smám saman til [[Kristni]].
 
[[Mynd:1863_Meeting_of_Settlers_and_Maoris_at_Hawke%27s_Bay,_New_Zealand.jpg|thumb|right|Mynd frá 1863 sem sýnir fund evrópskra landnema og Maóría.]]
Árið 1788 var [[Arthur Phillip]] skipaður landstjóri yfir nýlendunni [[Nýja Suður-Wales|Nýju Suður-Wales]] sem samkvæmt skipunarbréfi hans náði líka yfir Nýja-Sjáland. Árið 1832 skipaði breska ríkisstjórnin [[James Busby]] ráðherra á eyjunum í kjölfar bænarskjals frá Maóríum á Norðurey. Þegar franski ævintýramaðurinn [[Charles de Thierry]] tilkynnti árið 1835 að hann hygðist stofna ríki á Nýja-Sjálandi sendu [[Sameinaðir ættbálkar Nýja-Sjálands]] [[Vilhjálmur 4. Bretakonungur|Vilhjálmi 4.]] [[Sjálfstæðisyfirlýsing Nýja-Sjálands|Sjálfstæðisyfirlýsingu Nýja-Sjálands]] þar sem þeir báðu um vernd. [[Nýja-Sjálandsfélagið]] hóf um sama leyti að kaupa land af ættbálkahöfðingjunum til að stofna nýlendu. Þetta varð til þess að [[Breska nýlenduskrifstofan]] sendi [[William Hobson]] til að gera tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Bretland]]s og semja við ættbálkahöfðingjana. [[Waitangi-samningurinn]] var fyrst undirritaður í [[Eyjaflói|Eyjaflóa]] [[6. febrúar]] [[1840]]. Þann [[21. maí]] sama ár lýsti Hobson því yfir að eyjarnar væru breskt yfirráðasvæði þótt enn ættu margir eftir að undirrita samninginn. Eftir undirritun samningsins jókst landnám fólks frá Bretlandi.
 
Að ósk nýsjálenska þingsins lýsti [[Játvarður 7.]] því yfir að Nýja-Sjáland væri sjálfstjórnarríki innan Breska heimsveldisins. [[Westminster-samþykktin]] var lögleidd 1947 og fól í sér að breska þingið gæti ekki sett Nýja-Sjálandi lög án samþykkis nýsjálenska þingsins.
 
Nýja-Sjáland tók þátt í bæði [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri]] og [[Síðari heimsstyrjöld]]. [[Kreppan mikla]] á [[1931-1940|4. áratug 20. aldar]] hafði líka mikil áhrif og leiddi til fyrstu ríkisstjórnar [[nýsjálenski verkamannaflokkurinn|nýsjálenska verkamannaflokksins]] 1935. Sú stjórn innleiddi [[velferðarkerfi]] og [[verndartollar|verndartolla]]. Eftir Síðari heimsstyrjöld naut Nýja-Sjáland vaxandi velgengni efnahagslega. Margir Maóríar hurfu frá hefðbundnum byggðum sínum og settust að í borgunum. [[Mótmælahreyfing Maóría]] varð til snemma á [[1971-1980|8. áratug 20. aldar]] sem krafðist aukinnar viðurkenningar maórískrar menningar, endurheimtar lands og að Waitangi-samningurinn væri virtur. [[Waitangi-dómstóllinn]] var stofnaður árið 1975 til að skera úr um deilumál vegna samningsins. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur samið um bætur vegna þessara brota við marga ættbálka Maóría. Á sama tíma hóf stjórn verkamannaflokksins efnahagsumbætur sem meðal annars fólust í skattlækkunum og að draga úr umsvifum ríkisins.
 
== Tenglar ==
43.060

breytingar