Munur á milli breytinga „Nýja-Sjáland“

1.587 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
Nýja-Sjáland er [[þróað ríki]] og situr hátt á alþjóðlegum listum sem bera saman heilsu, menntun, efnahagsfrelsi og lífsgæði íbúa ólíkra landa. Frá [[1981-1990|9. áratug 20. aldar]] hefur efnahagslíf Nýja-Sjálands smám saman verið að breytast úr miðstýrðu landbúnaðarhagkerfi í [[markaðshagkerfi]] sem byggist á þjónustu. Löggjafi Nýja-Sjálands er [[þing Nýja-Sjálands]] sem situr í einni deild, en framkvæmdavaldið er í höndum [[ríkisstjórn Nýja-Sjálands|ríkisstjórnar Nýja-Sjálands]]. [[Forsætisráðherra Nýja-Sjálands]] er stjórnarleiðtogi. [[Þjóðhöfðingi]] landsins er [[Elísabet 2.]] Bretadrottning og [[landstjóri Nýja-Sjálands]] er fulltrúi hennar. Nýja-Sjáland skiptist í 11 héruð og 67 umdæmi. [[Konungsríkið Nýja-Sjáland]] nær auk þess yfir hjálenduna [[Tókelá]], sjálfstjórnarlöndin [[Cook-eyjar]] og [[Niue]], og [[Rosshjálendan|Rosshjálenduna]] sem er [[landakrafa]] Nýja-Sjálands á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]]. Nýja-Sjáland er aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Breska samveldið|Breska samveldinu]], [[ANZUS]]-varnarsamstarfinu, [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni, [[Samstarf Kyrrahafseyja|Samstarfi Kyrrahafseyja]] og [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]].
 
== Heiti ==
Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman kom fyrstur Evrópumanna auga á Nýja-Sjáland og nefndi það ''Staten Landt'' þar sem hann gerði ráð fyrir því að það tengdist samnefndu landi í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Árið 1645 gáfu hollenskir kortagerðarmenn landinu nafnið ''Nova Zeelandia'' eftir hollenska héraðinu [[Sjáland (Hollandi)|Sjálandi]] (''Zeeland''). Breski landkönnuðurinn [[James Cook]] breytti því síðar í ensku útgáfuna ''New Zealand''.
 
Núverandi nafn landsins á maórísku er ''Aotearoa'' sem ef oftast þýtt sem „land hins langa hvíta skýs“. Það er ekki vitað hvort Maóríar höfðu eitt heiti yfir báðar eyjarnar saman fyrir komu Evrópumanna. Aotearoa var þá aðeins heiti á Norðureyjunni. Maóríar höfðu nokkur nöfn yfir hvora eyju um sig, þar á meðal ''Te Ika-a-Māui'' („fiskur [[Māui]]s“) fyrir Norðureyjuna og ''Te Waipounamu'' („vötn [[grænsteinn|grænsteinsins]]“) eða ''Te Waka o Aoraki'' („eintrjáningur [[Aoraki]]s“) fyrir Suðureyjuna.
 
Á fyrstu evrópsku kortunum voru eyjarnar kallaðar Norðurey, Miðey (nú Suðurey) og Suðurey (nú [[Stewart-ey]]) en um 1830 var farið að nota Norður- og Suðurey um tvær stærstu eyjarnar. [[Landfræðiráð Nýja-Sjálands]] uppgötvaði árið 2009 að heitin Norðurey og Suðurey höfðu aldrei verið formlega tekin upp. Árið 2013 var ákveðið að formleg heiti skyldu vera Norðurey eða Te Ika-a-Māui og Suðurey eða Te Waipounamu þar sem má nota ýmist enska eða maóríska heitið eða bæði.
 
== Tenglar ==
42.429

breytingar