„Íslensk erfðagreining“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
(ÍE)
Nákvæmari upplýsingar um Íslendingabók
Lína 1:
'''Íslensk erfðagreining''' (ÍE) er íslenskt [[líftækni]]fyrirtæki sem var stofnað árið [[1996]]. Forstjóri þess frá upphafi hefur verið [[:en:Kári_Stefánsson|Kári Stefánsson]]. Fyrirtækið stundar rannsóknir í mannerfðafræði í því markmiði að finna lausnir til forvarna gegn og til meðferðar og lækninga á sjúkdómum.<ref>Fyrirtækið http://www.decode.is/fyrirtaekid/index.php</ref>
 
Meir en 175.000 Íslendingar hafa tekið þátt í rannsóknum ÍE með því að gefa lífsýni og samþykki til að upplýsingar um arfgerðir þeirra og heilsufar séu notaðar til rannsókna. Vísindamenn ÍE hafa birt yfir 400 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og hafa fundið erfðabreytileika sem tengjast tugum sjúkdóma; krabbameinum, tauga- og geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum o.fl.  Niðurstöður ÍE nýtast þegar til þróunar nýrra lyfja, t.d gegn hjarta- og æðasjúkdómum og [[Alzheimer]]
 
Íslensk erfðagreining á samstarf við fjölmargar heilbrigðis- og rannsóknastofnanir á Íslandi og erlendis.
 
ÍslenskÁrið erfðagreining2003 hefuropnaði komiðfyrirtækið, sérí uppsamvinnu ogvið gertFriðrik aðgengilegaSkúlason, endurgjaldslausan aðgang að [[Íslendingabók (ættfræðigrunnur)|Íslendingabók]][https://www.islendingabok.is ,] gagnagrunn með [[ættfræði]]legar upplýsingar um alla þá [[Íslendingar|Íslendinga]] sem heimildir eru um. Í febrúar 2017 voru notendur rúmlega 221.000.
 
Íslensk erfðgreining býður upp á alhliða þjónustu við arfgerðagreiningar en arfgerðagreining er einn mikilvægasti liðurinn í kortlagningu meingena. Einnig er boðið upp á þrívíddargreiningu á formgerð prótína en með sérhæfðum hugbúnaði má hanna lyfjasambönd sem falla að virkniseti lyfjamarkanna eins og óskað er eftir að lyfin bindist. Lyfjaefnafræði er eitt af því sem Íslensk erfðagreining býður uppá en það eru rannsóknir allt frá fyrstu skrefum lyfjaþróunar að þróun ferla til að framleiða lyfjaefni í miklu magni fyrir klíniskar rannsóknir. Alhliða klínískar rannsóknir er annað sem þeir bjóða upp á en það er t.d. uppsetning og stjórnun á I-IV fasa klínískra lyfjarannsókna, lyfjaerfðafræðilegar rannsóknir og lyfjaefnagreining.<ref>Thjonusta http://www.decode.is/thjonusta/index.php</ref>