„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 71:
===Náttúra og dýralíf===
[[Mynd:Lepus_timidus_01-cropped.jpg|thumb|left|Fjallahéri (''Lepus timidus'')]]
Dýralíf í Skotlandi er að mörgu leyti dæmigert fyrir Vestur-Evrópu, þótt mörgum stærri spendýrum, eins og [[gaupa|gaupum]], [[skógarbjörnbrúnbjörn]]um, [[úlfur|úlfum]], [[elgur|elgum]] og [[rostungur|rostungum]], hafi verið útrýmt á sögulegum tíma. Þar er mikið um [[selur|seli]] og mikilvæg hreiðurstæði sjófugla eins og [[súla (fugl)|súlu]]. [[Gullörn]] er eins konar þjóðartákn.
 
Til fjalla lifa tegundir sem fara í vetrarbúning eins og [[rjúpa]], [[fjallahérisnæhéri]] og [[hreysiköttur]]. Hægt er að finna leifar af [[skógarfura|furuskógum]] Skotlands þar sem [[skotanefur]] heldur sig, en hann er eina dýrategundin sem eingöngu finnst á Bretlandseyjum. Þar er einnig að finna [[þiður]], [[villiköttur|villiketti]], [[rauðíkorni|rauðíkorna]] og [[skógarmörður|skógarmörð]]. Á síðari árum hefur dýrum sem áður lifðu í Skotlandi aftur verið komið þar fyrir. Þeirra á meðal er [[haförn]] (1975), [[svölugleða]] (9. áratugurinn) og á allra síðustu árum [[evrópskur bjór]] og [[villisvín]]. Mest af því sem eftir er af [[Kaledóníuskógurinn|Kaledóníuskóginum]] er í [[Cairngorms-þjóðgarðurinn|Cairngorms-þjóðgarðinum]] en leifar skógarins er að finna á 84 stöðum í Skotlandi. Á vesturströndinni er að finna leifar af fornum keltneskum regnskógi, aðallega á Taynish-skaga í [[Argyll]].
 
Í Skotlandi er að finna bæði [[sumargræn jurt|sumargræna]] laufskóga og [[barrtré|barrskóga]], [[lyngheiði|lyngheiðar]] og [[freðmýri|freðmýrar]]. Umfangsmikil ræktun [[nytjaskógur|nytjaskóga]] og notkun lyngheiða sem [[beitiland]]s hefur haft mikil áhrif á dreifingu innlendra jurta. Hæsta tré Skotlands er [[stórþinur]] (''Abies grandis'') sem var plantað við [[Loch Fyne]] á 8. áratug 19. aldar. Fortingall[[ýviður]]inn er hugsanlega 5.000 ára gamall og líklega elsta lífvera í Evrópu. Í Skotlandi vex mikill fjöldi tegunda [[mosar|mosa]].