„Kópavogshæli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Kópavogshæli''' var stofnun sem rekin var í Kópavogi frá 1952 - 1993 sem hjúkrunarhæli, uppeldis- og kennsluhæli og vinnuhæli fyrir fólk með þroskahömlun og a...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. febrúar 2017 kl. 06:51

Kópavogshæli var stofnun sem rekin var í Kópavogi frá 1952 - 1993 sem hjúkrunarhæli, uppeldis- og kennsluhæli og vinnuhæli fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Kópavogshæli var sett á stofn árið 1952 á grundvelli laga um fávitahæli nr. 18 frá 1936 en í þeim lögum var gert ráð fyrir að ríkið setti á laggirnar skólaheimili fyrir unga vanvita og hálfvita eða börn og unglinga sem kenna mætti ofurlítið til munns og handa, hjúkrunarheimili fyrir örvita og fávita sem ekki gætu tileinkað sér nám eða unnið sér til gagns og vinnuhæli fyrir fullorðna fávita sem voru vinnufærir en gátu ekki staðið á eigin fótum. Samkvæmt lögum um fávitastofnanir nr. 53 frá 1957 átti ríkið að reka eitt aðalhæli fyrir fávita og var það Kópavogshælið. Árið 1979 tók til starfa sérstakur grunnskóli á Kópavogshæli fyrir börnin sem þar dvöldust. Hælið heyrði alltaf undir heilbrigðisráðherra og var formlega rekið sem sjúkrahús.

Þann 1. janúar 1993 var stofnuð ný endurhæfingardeild Landsspítalans í húsnæði Kópavogshælis og hælið þar með lagt niður. Á þeim tíma voru 127 manns vistuð á deildinni. Með stofnun þessarar deildar var stefnt að breytingu á þjónustu við fjölfatlað fólk.

Sérstök nefnd, vistheimilanefnd var skipuð til að fara yfir rekstur hælisins á meðan það starfaði og skilaði hún skýrslu í janúar 2017. Nefndin fór yfir 628 sjúkraskrár en þar af voru 130 börn.

Heimild