Munur á milli breytinga „Vellir“

6 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
m
(m)
(m)
[[Mynd:Vellir.jpg|right|thumb|240px|Vellir íog Svarfaðardal, mynd tekinVallakirkja í mars 2008Svarfaðardal.]]
'''Vellir''' er [[bær]], [[kirkjustaður]] og áður [[prestssetur]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Bærinn er austan megin [[Svarfaðardalsá]]r en handan árinnar er kirkjustaðurinn [[Tjörn (Svarfaðardalur)|Tjörn]]. Upp af Völlum rís [[Vallafjall]] um 1000 m hátt en inn af því er [[Messuhnjúkur]] og [[Rimar]], hæsta fjall við utanverðan Svarfaðardal, yfir 1300 m hátt. Vellir hafa löngum verið meðal helstu jarða í dalnum og oft einskonar miðstöð sveitarinnar enda var hreppurinn fyrrum nefndur eftir staðnum og kallaðist [[Vallahreppur]]. Þar var komið upp [[símstöð]] þegar landssímastrengur var lagður um Norðurland [[1907]] en þá var hann lagður um Svarfaðardal og vestur um [[Heljardalsheiði]].
 
Vellir eru að öllum líkindum [[landnámsjörð]] og nafn bæjarins kemur fyrir í fornsögum. Þar bjó [[Valla-Ljótur]] Ljótólfsson, en hann var sonur [[Ljótólfur goði|Ljótólfs goða]] á [[Hof (Svarfaðardal)|Hofi]]. [[Valla-Ljóts saga]] segir frá deilum hans við [[Guðmundur ríki|Guðmund ríka]] á [[Mörðuvellir í Hörgárdal|Möðruvöllum]]. [[Guðmundur góði Arason]] var prestur á Völlum áður en hann varð biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]]. Af öðrum Vallaprestum má nefna annálaritarann [[Eyjólfur Jónsson (annálaritari)|Eyjólf Jónsson]] ([[1670]]-[[1745]]) höfund [[Vallaannáll|Vallaannáls]], [[Páll Jónsson í Viðvík|Pál Jónsson]] ([[1812]]-[[1889]]) sálmaskáld (sem samdi t.d. Ó Jesú bróðir besti) og [[sr. Stefán Snævarr]] en hann var síðasti prestur sem sat á Völlum. Þegar hann flutti til [[Dalvík]]ur [[1967]] lögðust Vellir af sem prestssetur. Núverandi eigendur og ábúendur á Völlum eru Hrafnhildur Ingimarsdóttir og [[Bjarni Óskarsson]] sem oft er kenndur við veitingahúsakeðjuna [[Nings]], Bjarni í Nings.
 
[[Vallakirkja]] var byggð árið [[1861]] og er því elsta kirkjan í Svarfaðardal og [[Dalvíkurbyggð]].
Óskráður notandi