„Noregur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 212.30.199.58 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Ekkert breytingarágrip
Lína 41:
|símakóði = 47
|}}
'''Noregur''' er [[ríki|land]], á [[Skandinavía|Skandinavíuskaganum]] í [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]], hefur landamæri að [[Svíþjóð]], [[Finnland]]i og [[Rússland]]i og er eitt [[Norðurlöndin|Norðurlandanna]]. Í Noregi búa rúmlega 5 milljónir. Höfuðborg landsins er [[Osló]]. Tungumál Norðmanna er [[norska]] (sem hefur tvö opinber ritunarform, [[bókmál]] og [[nýnorska|nýnorsku]]), ásamt [[Samíska|samískum tungumálum]]. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál. Noregur er sagt vera friðsælasta land í heimi, árið [[2007]] samkvæmt [[Global Peace Index]].
[[Mynd:Rauma.jpg|thumb|right|300px|Fjallalandslag í [[Vestur-Noregur|Vestur-Noregi]]]]
 
Lína 55:
 
[[Iðnvæðing]] hófst upp úr 1840 en eftir 1860 fluttist fólk í stórum stíl til Norður-Ameríku.
 
Noregur varð sjálfstætt land [[7. júní]] árið [[1905]] vegna sambandslita Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí verið þjóðhátíðardagur Noregs.
 
Árið 1913 fengu norskar konur [[kosningaréttur|kosningarétt]] og urðu aðrar í heiminum til að ná þeim áfanga. Frá um 1880-1920 fóru norskir landkönnuðir að kanna [[heimskaut]]asvæðin. Meðal þeirra mikilvirkustu voru [[Fridtjof Nansen]], [[Roald Amundsen]] og [[Otto Sverdrup]]. Amundsen fór fyrstur á [[Suðurpóllinn|Suðurpólinn]] árið 1911.
Lína 67 ⟶ 69:
 
==Landafræði og náttúrufar==
Strönd Noregs er mjög vogskorin og með ótal fjörðum sem [[ísöld|ísaldarjökull]]inn mótaði. [[Sognfjörður]] er stærsti fjörðurinn og inn af honum ganga margir smáfirðir. Einnig eru margar eyjar við meginland Noregs. [[Lófóten]] eyjaklasinn er rómaður fyrir náttúrufegurð. [[Jan Mayen]] og [[Svalbarði]] eru hluti af Noregi. [[Skandinavíufjöll]] liggja frá norðri til suðurs í gegnum landið. Í fjalllendinu [[Jötunheimar(Noregi)|Jotunheimen]] eru jöklar; stærsti jökull meginlands Noregs, [[Jostedalsjökull]], er þar og einnig hæsta fjallið, [[Galdhöpiggen]] (2469 m.). Mun stærri jöklar eru á Svalbarða ([[Austfonnajökull]]). [[Hornindalsvatnet]] er dýpsta vatn Evrópu.
 
Einstakir firðir, [[Geirangursfjörður]] og [[Nærøyfjörður]], hafa verið settir á heimsminjalista [[UNESCO]].
Lína 85 ⟶ 87:
 
Flestar fuglategundir sem teljast til fuglafánu Noregs eru farfuglar. Harðgerðar tegundir eins og [[hrafn]]inn og [[rjúpa]] eru dæmi um tegundir sem þreyja þorrann í kaldri vetrartíðinni. Sumar fuglategundir fara langt suður á boginn á meðan aðrar leita aðeins niður á ströndina.
 
Fuglalífið í Noregi er afar fjölbreytt enda eru þar gjöful hafsvæði sem nærir milljónir sjófugla, skógar sem hýsa milljónir fugla og heiðarnar sem eru heimkynni rjúpu og annarra tegunda. Í kjarrlendi eru [[akurhæna|akurhænur]] áberandi og í skógunum má sjá [[spæta|spætur]], [[þiður]], [[orri (fugl)|orra]] auk fjölda tegunda ugla og smærri ránfugla sem veiða þessa fugla auk urmul smárra spendýra sem lifa í skógunum.
 
Í Noregi eru fjöldi tegunda vatna- og votlendisfugla sem tilheyra fuglafánunni svo sem [[andfuglar]] og [[rellur]] auk þess sem svartfuglar eru algengir meðfram ströndinni. Áberandi fugl sem lifir meðfram langri strandlengju Noregs er [[haförn]]inn. Langstærsti hluti heimsstofns hafarnarins lifir í Noregi eða á milli 3.500 og 4.000 fuglar en heimsstofninn er vel innan við 5.000 fuglar.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=54762 Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?] Vísindavefur. Skoðað 17. janúar 2016.</ref>
 
== Fylki ==
Lína 234 ⟶ 237:
== Landshlutar ==
Noregi er skipt í fimm [[Landshlutar Noregs|landshluta]].
* [[Austur-Noregur]], ''Austlandet.''
* [[Norður-Noregur]], ''Nord-Noreg.''
* [[Suður-Noregur]], ''Sørlandet.''
* [[Vestur-Noregur]], ''Vestlandet.''
* [[Þrændalög]], ''Trøndelag.''
 
==Tilvísanir==