„Geimskutluáætlunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Geimskutlurnar eru einu vængjuðu [[geimflaug]]arnar sem hafa bæði náð að komast á sporbaug um jörðu og lenda, og líka einu mönnuðu geimförin sem farið hafa margar ferðir á braut um jörðu. Verkefnið fól í sér að flytja mikinn farm til ýmissa nota (þar á meðal varahluti í [[Alþjóðlega geimstöðin|Alþjóðlegu geimstöðina]]), að flytja áhafnir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og vinna ýmis þjónustuverkefni. Geimskutlur hafa einnig endurheimt [[gervihnöttur|gervihnetti]] og annan farm á braut um jörð og komið þeim aftur til jarðar, en slík notkun var sjaldgæf. Hins vegar hefur skutlan verið notuð til að koma farmi aftur til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem rússneska geimskipið ''[[Sojús]]'' hafði takmarkað flutningsgetu. Hver geimskutla var hönnuð miðað við 100 ferða áætlaðan líftíma eða 10 ára starfstíma.
 
Grunnurinn að áætlunninniáætluninni innan NASA var lagður undir lok [[1961-1970|7. áratugarins]] og frá 1972 var hún ríkjandi áætlun fyrir mannaðar geimferðir. Samkvæmt [[Framtíðarsýn geimkönnunar]] (VSE) árið 2004 miðaðist notkun geimskutlunar við að ljúka samsetningu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2010. Eftir að það var áætlunin lögð niður og verkefni sem geimskutlurnar sáu áður um í höndum ýmissa einkaaðila eins og [[SpaceX]] og [[Orbital ATK]]. NASA hefur þróað [[Geimskotakerfið]] (SLS) og geimfarið ''[[Orion (geimfar)|Orion]]'' fyrir mannaðar geimferðir utan við nærbraut jarðar.
 
==Mótun og þróun==