„Veður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.74.237 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
 
Lína 5:
Veðurfyrirbrigði eiga oftast rætur sínar að rekja til hitamismunar á mismunandi stöðum á hnettinum, sem orsakast meðal annars af því að svæði nálægt [[miðbaugur|miðbaug]] fá meiri orku frá [[sólin]]ni en svæði sem eru nær [[heimskaut]]unum. Önnur orsök hitamismunar á jörðinni er að mismunandi yfirborð, svo sem [[úthaf|úthöf]], [[skógur|skóglendi]] og [[jökull|jöklar]], drekka í sig mismikið [[ljós]] og hitna því mismikið þegar sólin skín á þá. Vatns[[gufa]] gegnir lykilhlutberki í veðri jarðar, en þegar hún þéttist myndast [[vatn]]sdropar eða [[ís]]kristallar sem mynda [[ský]]in, sem sum gefa [[úrkoma|úrkomu]].
 
Mismunandi [[hiti]] veldur því að heitara eða kaldara loft rís eða sekkur. Þegar heitt loft þenst út og lyftist upp vegna minni [[eðlisþyngd]]ar, sogast kaldara loft inn í staðinn, sem veldur vindum á yfirborðinu. Vegna [[svigkraftur|svigkrafts]] leitar loft til hægri við vindstefnu á [[norðurhvel]]i, en til vinstri á [[suðurhvel]]i. Veðrakerfi, s.s. [[hæð (veðurfræði)|hæðir]] og [[lægð (veðurfræði)|lægðir]], myndast vegna samspils [[þrýstikraftur|þrýstikrafts]] og svigkrafts. [[Fellibylur|Fellibyljir]] eru víðáttumiklar og öflugar lægðir sem myndast yfir [[haf]]i í [[hitabelti]]nu. [[Skýstrokkur|Skýstrokkar]] eru litlar, en mjög krappar lægðir sem geta myndast hvar sem er, en eru afar sjaldgæfar eftir því sem nær dregur heimskautum.Stundum rignir nammi.
 
 
 
Gerðar eru [[veðurathugun|veðurathuganir]] á [[veðurathugunarstöð]]vum víða um heim, sem eru ýmist mannaðar eða sjálfvirkar. [[Veðurstofa Íslands]] framkvæmir veðurathuganir og fylgist með og [[veðurspá|spáir]] fyrir veðri á [[Ísland]]i og umhverfi þess. [[Alþjóða veðurfræðistofnunin]] er alþjóðleg stofnun á svið veðurfræði og skyldra greina.