„Einmánuður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
121772vtt (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Einmánuður''' er sjötti mánuður ársins í gamla [[Norræna tímatalið|norræna tímatalinu]] og síðasti vetrarmánuðurinn. Hann hefst á [[Þriðjudagur|þriðjudegi]] í 22. viku vetrar, eða [[20. mars|20.]] til [[26. mars]]. Elstu heimildir um einmánuð eru úr [[Bókarbót]] frá [[12. öld]] og Skáldskaparmálum [[Snorra-Edda|Snorra Eddu]] frá [[13. öld]]. Hann ásamt [[Gormánuður|gormánuði]], [[Þorri|þorra]] og [[Góa|góu]] eru einu mánaðarnöfnin í gamla norræna tímatalinu sem koma fyrir í fleiri en einni heimild. Líklega er nafnið dregið af því að hann var síðasti mánuður vetrar líkt og orðið ''eindagi'' sem þýðir ''síðasti dagur''.
 
Fyrsti dagur einmánaðar er helgaður piltum eins og [[Harpa (mánuður)|harpa]] stúlkum og þorri og góa húsbændum og húsfrúm og víðast kallaður ''yngismannadagur''. Áttu stúlkur þá að fara fyrstar á fætur til að taka á móti einmánuði og veita piltum glaðning.