„Tré“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
viðbætur: Næring og vetrardvali.
Lína 1:
[[Mynd:Coastal_redwood.jpg|thumb|right|[[Strandrauðviður]] er hávaxnasta trjátegundin.]]
'''Tré''' <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121107070326/bin.arnastofnun.is/leit.php?q=tr%C3%A9 Beygingarlýsing íslensks nútímamáls]</ref> eru stórar [[fjölær jurt|fjölærar]] [[trjáplanta|trjáplöntur]]. Tré eru yfirleitt með einn áberandi stofn sem ber greinarnar og þar með [[lauf]]skrúðið hátt uppi. Munur á trjám og [[runni|runnum]] liggur ekki alltaf í augum uppi, en stundum er miðað við að tré séu jurtir sem geta orðið minnst sex [[metri|metra]] háar fullvaxnar. FlestSum tré eru langlíf og sum geta einstakar tegundir orðið mörg þúsund ára gömul og náð yfir 100 metra hæð.
 
Nokkur tré sem vaxa saman í klasa eru nefnd [[lundur]] og svæði sem vaxið er trjám er kallað [[skógur]].
 
Tré er að finna í nokkrum flokkum [[jurt]]a sem hafa þróað með sér stofn: [[lauftré]] eru tré af fylkingu [[dulfrævingar|dulfrævinga]] og [[barrtré]] eru tré af fylkingu [[berfrævingar|berfrævinga]]. Að auki mynda sumar jurtir trjástofn með laufinu: [[pálmatré]], [[köngulpálmar]] og [[trjáburknar]]. Flest tré tilheyra um fimmtíu [[ætt (flokkunarfræði)|ættum]] jurta.
 
Tré fara í vetrardvala; hætta að vaxa og mynda brum sem mynda síðar laufblöð/barr. Þau flytja næringarefni úr laufum í rætur og hætta að sjúga vatn upp úr jarðveginum. Einnig mynda þau af sykrur og prótín sem gera frumuvökvann að einskonar frostlegi. Sígræn tré verja bæði sprota og nálar á þennan hátt en sumargræn tré losa sig við laufblöðin og þurfa því bara að verja sprotana. <ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4831 Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?] Vísindavefur, skoðað 26. janúar, 2017.</ref>
 
Tré nærast á á kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi. Önnur efni sem nauðsynleg eru í þessa framleiðslu svo sem [[nitursambönd]], [[fosfat]] og [[kalí]]. Þau og önnur snefilefni koma úr jarðvegi.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3147 Á hverju nærast tré?] Vísindavefur, skoðað 26. jan. 2017.</ref>
 
== Trjáeiningar ==