„Módernismi í íslenskum bókmenntum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Færi grein frá Pottinum yfir hingað eftir notandann Örn Ólafsson
 
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
{{Hreingerning}}
Hér hefur verið vikið að helstu skáldverkum íslenskum, sem talin hafa verið módern framundir 1990. Bragarhættir ljóða eru því máli óviðkomandi. Hér er því. ekki fjallað sérstaklega um prósaljóð, þar sem auðséð er innlend hefð allt frá því fyrir aldamót, en einkum ber þó á þeim um 1920. En þau ljóð greinast varla frá öðrum, nema hvað ekki er þar fylgt reglubundinni hrynjandi, stuðlun né rími. Yfirleitt ríkir ljóðrænt orðalag í prósaljóðum, myndir, líkingar og röklegt samhengi. Oft eru þau dæmisögukennd, og mjótt á munum yfir til ævintýra, sem margir sömdu á þessum tíma. Prósaljóðin eru því í sjálfu sér óviðkomandi efni þessa rits. Sama verður að segja um fríljóð, þótt þau komi síðar til, ennfremur eru svokölluð "miðleitin" ljóð þessu óviðkomandi, því yfirleitt lúta þau röklegu samhengi, hnitast um eitt atriði. Fjarstæðast af öllu er að kalla bókmenntaverk módern vegna þess að í þeim birtist tiltekið hugarástand: einmanakennd eða tilfinning fyrir tilgangsleysi lífsins. Þvílíkar hugsanir hafa komið fram á ýmsum tímum og í ýmsu formi, en hér er um bókmenntastraum að ræða, og þá um bókmenntaleg sérkenni, ekki hugmyndir.