„Jón Ólafsson Indíafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Endurskipulagði, leiðrétti nafn á firði, setti inn nafn sonar Jóns.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Ólafsson „Indíafari“''' ([[4. nóvember]] [[1593]] – [[2. maí]] [[1679]]) var [[Ísland|íslenskur]] rithöfundur og ævintýramaður, frá Svarthamri í [[Álftafjörður (Ísafjarðardjúpi)|Álftafirði]] við [[Ísafjarðardjúp]]. Hann er hvað þekktastur fyrir reisubók sína um dvöl sína í Kaupmannahöfn og ferð sína til [[Indland]]s sem hann skrifaði um [[1661]] eða 67 ára gamall. Reisubókin hefur veriðhvar gefin út þrisvar sinnum á Íslandi á 20. öld og er einstök heimild um ferðir Jóns, aldafar og mannlíf. Frásögnin skiptist í tvo meginhluta og greinir sá fyrri frá dvöl hans í Danmörku og ferðinni til Svalbarða, en hinn síðari lýsir Indlandsferð hans. Þriðja hlutanum er bætt við eftir dauða Jóns og greinir hann frá ævi Jóns eftir heimkomuna til Íslands.
 
Foreldrar Jóns voru Ólafur Jónsson og Ólöf Þorsteinsdóttir. Af 14 börnum þeirra náðu þrjú fullorðinsaldri. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eftir því sem hann sjálfur segir.