„Þrautir Heraklesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Þrautir Heraklesar í stuttu máli: hjartarkollan á undan villigeltinum - sjá ensku wikipedia
Lína 6:
# '''Lernuormurinn''': Ormur einn í Lernuvatni, er hafði óteljandi hausa og meðal þeirra einn, sem var ódauðlegur, eyddi land allt umhverfis. Herakles hjó hausana af orminum, en uxu þá jafnan tveir í stað þess, er af var höggvinn. Sveið Herakles þá með glóandi eikarstofnum fyrir strjúpana og varpaði síðan heljarmiklu bjargi á þann hausinn, sem ódauðlegur var. Rauð hann síðan örvar sínar með blóði [[Lernuormurinn|Lernuormsins]], og særðu þær upp frá því ólæknandi sárum.
# '''Hjartarkollan''': Evrýsteifur lagði fyrir Herakles að færa sér lifandi hjartarkollu eina gullhyrnda, er var á Keryníufjalli og var helguð [[Artemis]]. Náði Herakles hindinni eftir eins árs eltingarleik.
# '''Villigölturinn''': Villigöltur á ErýmantsjfalliErýmantsfjalli gerði hið mesta spellvirki í [[Arkadía|Arkadíu]]. Keyrði Herakles göltinn út í djúpan snjóskafl og náð honum lifandi. Bar hann síðan þessa ægilegu skepnu á herðum sér til [[Tirynsborg]]ar á fund Evrýsþeifs. Varð konungur þá svo hræddur, að hann skreið ofan í stóran eirketil og skipaði Heraklesi að vinna jafnan afreksverk sín utan borgaramúra.
# '''Stymfalsfuglarnir''': [[Stymfalsfuglar]]nir voru í Arkadíu og höfðu nef, klær og vængi af eiri. Skutu þeir eirfjöðrum sínum sem örvum. Herakles fældi fugla þessa upp með eirskellu, sem hann hafði fengið hjá Aþenu. Drap hann þá síðan eða fældi burt.
# '''Naut Ágeasar''': [[Ágeas]], konungur í Elis, sonur [[Helíos]]ar ,átti ógrynni [[naut]]a. En [[fjós]] hans höfðu aldrei verið mokuð út, svo að mykjan hafði safnast þar fyrir. Herakles hreinsaði fjósin á einum degi. Veitti hann fljótunum ''Alfeios'' og ''Peneios'' um fjósin. Ágeas hafði heitið Heraklesi tíunda hluta hjarða sinna að launum. En er hann varð þess vísari, að Herakles hafði unnið verkið sem þjónn Evrýsteifs, en ekki sem frjáls maður, færðist hann undan að greiða kaupið. Fór Herakles þá með ófrið á hendur konungi og lagði hann að velli.