„Brandenborgarhliðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Koettur (spjall | framlög)
Kennedy hélt sína ræðu fyrir framan ráðhúsið í Schöneberg, ekki fyrir framan Brandenborgarhliðið.
Lína 16:
Þegar [[Berlínarmúrinn]] var reistur, var hann lagður fyrir aftan Brandenborgarhliðið, þannig að hliðið var austanmegin. Það myndaði nokkurs konar botnlanga í miðborg [[Austur-Berlín]]ar. Almenningur mátti ekki ganga upp að því, enda stóð hliðið á bannsvæði múrsins. Aðeins austurþýskir varðmenn máttu vera þar, en stöku sinnum fengu erlendir [[þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingjar]] að ganga upp að hliðinu austanmegin.
 
Brandenborgarhliðið var töluvert hærra í loftinu en Berlínarmúrinn og gnæfði því hátt yfir hann. Hliðið sást því vel að vestan og varð að tákngervingi [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Tveir [[Bandaríkjaforseti|Bandaríkjaforsetar]] héldu ræður á ræðupalli vestanmegin við hliðið á tíma kalda stríðsins. [[1963]] var [[John F. Kennedy]] í Berlín og sagði þá hin frægu orð: „''Ich bin ein Berliner''“ (''Ég er Berlínarbúi''). [[1987]] varhélt [[Ronald Reagan]] ábandaríkjaforseti samaræðu staðvestanmeginn við hliðið og sagði þá meðal annars: „''Mr. Gorbachev, open this gate! Mr. Gorbachev, tear down this wall!''“ (''Herra Gorbachev, opnaðu þetta hlið! Herra Gorbachev, rífðu niður þennan múr!'').
 
[[1989]] komst hliðið aftur í heimspressuna þegar tugþúsundir mótmælenda úr Austur-Berlín söfnuðust saman á torginu fyrir framan hliðið, á bannsvæðinu. Mótmæli þessi voru angi af mótmælum víða um [[Austur-Þýskaland]]. Einnig tóku íbúar [[Vestur-Berlín]]ar þátt í mótmælunum, vestan megin við hliðið. Mótmæli þessi fóru að mestu friðsamlega fram. Brandenborgarhliðið varð á þessum tíma tákngervingur [[friður|friðar]] og sameiningar. Mótmælunum linnti ekki fyrr en stjórnin ákvað að létta á ferðabanni íbúa Austur-Þýskalands. Múrinn var opnaður á nokkrum stöðum og samstundis flykktust tugþúsundir manna frá Austur-Berlín til vesturhluta borgarinnar. Þetta leiddi að lokum til falls múrsins og (ásamt öðrum atburðum) til falls [[kommúnismi|kommúnismans]] í Austur-Þýskalandi.