„Síðpönk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 29:
Í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] fór að bera á síð-pönk tónlist á Íslandi. Fyrirbærið var einnig kallað depró-pönk og var í mörgum tilfellum erfitt að greina það frá tónlist [[nýbylgjutónlist|nýbylgjunnar]] en sú síðarnefnda náði meiri vinsældum hér á landi. Hljómsveitin [[Þeyr]] spilaði þó tónlist í dimmari kantinum og sótti innblástur frá síð-pönksveitum á borð við [[Joy Division]]. [[Þeyr]] tældu áheyrendur ekki fram á dansgólfið, heldur var dulúðleg stemning sköpuð með sterkum trommuleik [[Sigtryggur Baldursson|Sigtryggs Baldurssonar]], skerandi gítarhljóðum og andstuttum söngstíl [[Magnús Guðmundsson|Magnúsar Guðmundssonar]]. Tónlistin átti það til að láta næmt fólk finna fyrir einskonar hugleiðslu og minnti að því leyti á [[sýrurokk]]ið, þótt stemningin væri drungalegri og magnaðari. Í sumum lögum af plötu þeirra ''Mjötviður Mær'', sem kom út árið 1981, var fjallað um [[nasismi|nasisma]] og notkun meðlima á [[hakakross]]um varð til þess að orð fór af [[Þeyr|Þeysurum]] sem [[fasismi|nýfasistum]], þó að sveitin héldi því sjálf fram að slíkt væri túlkun þeirra á [[and-fasismi|and-fasisma]]. Vinátta meðlima við ensku síð-pönk sveitina [[Killing Joke]] spratt upp orðrómi um einhverskonar samruna hljómsveitanna beggja, en eftir stutta utanlandsför hættu [[Þeyr]] störfum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 199-200.</ref>
 
[[Þeyr]] var ekki eina síð-pönkhljómsveitin á Íslandi. [[Taugadeildin]] kom fram vorið 1981. Hún var undir síð-pönk áhrifum frá sveitum eins og [[Joy Division]], [[Wire]], [[Gang of Four]] og fleirum. [[Taugadeildin]] sendi frá sér eina fjögurra laga EP-plötu haustið 1981, en hafði þá þegar lagt upp laupana. Önnur hljómsveit sem upphaflega var nánast hrein pönkhljómsveit en þróaðist í átt að síð-pönki var [[Q4U]]. Hún gaf út sína fyrstu plötu vorið 1983, og á þeirri plötu léku trommuheili og hljóðgervlar stórt hlutverk. Á plötu þeirra frá 1996 er meira efni í þessum anda, og hefur tónlist [[Q4U]] frá þessu tímabili vakið athygli erlendra tónlistargagnrýnenda, sem telja að hér sé á ferðinni svokölluð [[minimal-wave]] tónlist, ákveðin tegund af síð-pönki. Í júlí 2011 kom út í Brasilíu plata með [[Q4U]], Best of Q4U. Í apríl 2013 kom síðan út LP-vínylplata með 16 lögum hljómsveitarinnar í San Fransisco, hjá hljómplötufyrirtækinu Dark Entries. Hún nefnist Q1 Deluxe Edition 1980-1983.
 
Síð-pönk senan var byrjuð að ná svo mikilli útbreiðslu í Reykjavík í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] að tala mætti um byltingu. Einn frumkvöðla hennar var söngkonan [[Björk Guðmundsdóttir]] sem, á unglingsárum sínum, stofnaði síð-pönksveitirnar [[Exodus]] og [[Tappi Tíkarrass|Tappa Tíkarrass]].<ref> Erlewine, Stephen Thomas. [http://www.allmusic.com/artist/bjrk-p27211/biography „Björk: Biography“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref> Á sama tíma fékk [[Purrkur Pillnikk]] þann heiður að hita upp fyrir síð-pönksveitina [[The Fall]] á tónleikaferðalagi hennar um Ísland. Á plötu sinni ''[[Hex Enduction Hour]]'', sem var að hluta til tekin upp á Íslandi, tileinkaði [[The Fall]] landinu lagið ''Iceland''. [[Einar Örn Benediktsson]] var söngvarinn í [[Purrkur Pillnikk]] og einn stofnenda [[Gramm|Grammsins]],<ref>Fricke, David. [http://www.trouserpress.com/entry.php?a=purrkur_pillnikk „Purrkur Pillnikk“], [http://www.trouserpress.com ''Trouser Press'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref> plötufyrirtæki sem fékk ýmsa erlenda tónlistarmenn til Íslands á þessum árum og þar á meðal var síð-pönkarinn [[Nick Cave]].<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 244.</ref> Þegar ferill [[Purrkur Pillnikk]] var á enda komu [[Einar Örn Benediktsson|Einar Örn]], [[Björk Guðmundsdóttir|Björk]] og [[Sigtryggur Baldursson]], fyrrverandi trommuleikari [[Þeyr|Þeys]], saman og stofnuðu til nýrrar hljómsveitar árið 1984 sem hlaut nafnið [[Kukl]]. Sú sveit spilaði nokkuð gotneskt síð-pönk, hljómurinn var undirokaður af tréblásturshljóðfærum og bjöllum og lagatextarnir þóttu óhugnarlegir.<ref>Sheridan, David & Ira Robbins. [http://www.trouserpress.com/entry.php?a=sugarcubes „Sugarcubes“], [http://www.trouserpress.com ''Trouser Press'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref> Hljómsveitin þróaðist svo yfir í [[Sykurmolarnir|Sykurmolana]] árið 1986 en hún hélt svo í tónleikaferð með [[New Order]] og [[Public Image Ltd.]] sem skapaði þeim frekari orðstír á erlenda grundu.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 248.</ref>
 
=== Arfleið ===
Síð-pönksenan dó aldrei út, þó svo að vinsældum hennar hafi farið dvínandi á miðjum [[1981-1990|níunda áratugnum]]. Upprunalegu hreyfingunni lauk þó þegar flytjendur hennar fóru að beita sér á sviðum annarra tónlistarstefna, rétt eins og þeir sjálfir höfðu upprunalega horfið frá [[pönk]]inu til þess að skapa nýja hljóma. Sem dæmi um flytjendur sem fengu innblástur frá síð-pönkinu en þróuðu með sér afleiddar tónlistargreinar mætti nefna [[skógláp]]srokkarana í [[My Bloody Valentine]]<ref>Fisher, David R. [http://etd.lib.fsu.edu/theses/available/etd-04102006-103749/unrestricted/fullthesis-1.pdf „My Bloody Valentine's ''Loveless''“], [http://etd.lib.fsu.edu/ ''The Florida State University College of Music''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> og [[The Jesus And Mary Chain]], ásamt [[Sonic Youth]] sem spilaði svokallaða [[No Wave]] tónlist, einskonar mótsvar neðanjarðarsenu [[New York]] við [[nýbylgjutónlist|nýbylgjunni]]. Á meðan þessar sveitir voru starfandi nutu nokkrir forfeðra þeirra enn mikilla vinsælda. [[The Cure]], [[New Order]], [[Siouxsie & the Banshees]], [[Nick Cave]] og [[The Fall]] voru áfram virkar þó að tónlist þeirra hefði glatað upprunalega heillandi hljóm sínum. Þó er mögulegt að finna fyrir áhrifum síð-pönksins í gegnum nútíma tónlist hjá hljómsveitum á borð við [[Radiohead]],<ref name="Erlewine"/> [[The Horrors]],<ref>[http://post-punk.com/ „Post-Punk Revival Artists“], [http://post-punk.com/ ''Post-punk.com''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> [[Interpol]], [[Franz Ferdinand]] og [[The Strokes]]. Þessar sveitir áttu það sameiginlegt að spila tónlist undir áhrifum síð-pönks og [[nýbylgjutónlist]]ar og talið er að þetta hafi markað einskonar endurreisn slíkrar tónlistar. Líkt og með síð-pönksveitir [[1971-1980|áttunda]] og [[1981-1990|níunda]] áratugarins, þá var mikil fjölbreytni í því hvernig þessar hljómsveitir nálguðust tónlistina, allt frá hráu [[pönk]]i til grípandi [[popp]]s. Talið er að endurreisnin hafi byrjað seint á [[1991-2000|tíunda áratugnum]]<ref>Erlewine, Stephen Thomas. [http://www.allmusic.com/explore/style/new-wavepost-punk-revival-d13761 „New Wave/Post-Punk Revival“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> en áhrifa hennar gætir enn í dag meðal sveita eins og [[S.C.U.M]]<ref>Cole, Rachel. [http://www.vman.com/articles/scum/ „S.C.U.M“], [http://www.vman.com/ ''Vman''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> og [[Ariel Pink]], en báðar spila þær einskonar samblöndu af [[sýrurokk]]i, [[krátrokk]]i og síð-pönki.<ref> LongSamadder, RaleghRhik [httphttps://thequietuswww.theguardian.com/articlesmusic/067462014/nov/15/ariel-fieldpink-daypom-review „Fieldpom-4ad Day„Ariel 2011Pink: The'I'm Quietusnot Reviewthat -guy Toy“everyone hates'“], [http://www.thequietustheguardian.com/ ''The QuietusGuardian'']. Skoðað 1019.marsjanúar 20122017.</ref>
 
== Tengt efni ==