„Spánn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 212.30.242.40 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
stafsetninu á orðinu Barcelona
Lína 45:
'''Spánn'''<ref>[http://bin.arnastofnun.is/leit.php?id=431479 Beygingarlýsing íslensks nútímamáls]</ref> ([[spænska]]: ''España'') er konungsríki á [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]] í [[Suðvestur-Evrópa|Suðvestur-Evrópu]]. Hið opinbera heiti landsins er '''Konungsríkið Spánn''' (''Reino de España''). Lönd sem liggja að Spáni eru [[Portúgal]] að vestan og [[Frakkland]] að austan. Auk þess er örríkið [[Andorra]] í [[Pýreneafjöll]]um á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er kletturinn [[Gíbraltar]], sem er lítið landsvæði undir yfirráðum [[Bretland|Breta]]. Að norðaustan liggur [[Biskajaflói]] að Spáni, [[Atlantshaf]]ið að suðvestan og að sunnan er [[Gíbraltarsund]] og svo [[Miðjarðarhaf]]ið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu. Spáni tilheyra [[Baleareyjar]] í Miðjarðarhafi ([[Majorka]], [[Menorka]] og [[Íbísa]]), [[Kanaríeyjar]] í Atlantshafi og [[útlenda|útlendurnar]] [[Ceuta]] og [[Melilla]] í [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]].
 
Spánn er rúmlega 505 þúsund [[ferkílómetri|ferkílómetrar]] að [[flatarmál]]i eða um það bil fimm sinnum stærra en [[Ísland]]. Á Spáni búa um 46 milljónir manna. Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, [[Madríd|Madrid]] og [[Barselóna|Barcelona]]. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar fimm milljónir í Barselóna. Spánn er fornfrægt menningarríki. [[Arabar]] og [[Berbar]] lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir [[Márar]]. Miklar minjar eru um dvöl þeirra á Spáni, meðal annars [[Alhambra]]höllin. Barselóna þykir mjög athyglisverð fyrir [[nútímabyggingarlist]] og ber þar helst að nefna [[Antonio Gaudí]] en byggingar hans eru víða í borginni.
 
Spánn var [[einræði]]sríki undir stjórn [[Francisco Franco|Franciscos Franco]] [[einræðisherra]] frá [[1939]] til [[1975]]. [[Jóhann Karl 1.]] var [[konungur Spánar]] frá 1975 til [[2014]]. Núverandi konungur er [[Filippus_6._Spánarkonungur|Filippus 6.]]