„Hirohito“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
22778811E (spjall | framlög)
Lína 39:
Hver svo sem raunverulegur þáttur keisarans var í aðdraganda stríðsrekstrarins, Showa keisari sýndi stríðsrekstrinum áhuga, enda var öll þjóðin með hugann við átökin. Keisarinn reyndi líkt og Georg VI. konugur Bretlands að blása mönnum kjark í brjóst. Upphaflega voru allar fréttir góðar fréttir en þegar lukkan fór að snúast síðla [[1942]] snemma [[1943]] minnkaði samhengi milli frétta sem bárust til keisarahallarinnar og raunveruleikans.
 
Eftir að Japanir töpuðu filipísku eynni Leyte í lok árs 1944, hóf Showa keisari röð einkafunda með háttsettum opinberum embættismönnum í byrjun árs 1945. Að Konoe, fyrrverandi forsætisráðherra, slepptum sem óttaðist kommúníska byltingu meira en ósigur í stríðinu ráðlögðu allir áframhaldandi stríðsrekstur. Showa keisari áleit frið nauðsynlegan, en mikilvægt væri að Japanski herinn ynni einhvers staðar mikilvægan sigur sem bætt gæti samningsstöðu Japans. Í apríl 1945 tilkynntu Sovíesk stjórnvöld að þau myndu ekki endurnýja hlutleysis samkomulag sitt við Japan. Í júní 1945, eftir lok [[Evrópustyrjöldin|Evrópustyrjaldarinnar]] fundaði ríkisstjórnin til að endurskoða hernaðaráætlunina, í raun var niðurstaðan enn ákveðnari stefna í því að berjast til síðasta manns. Skjal með samantekt á vonlausri stöðu Japanska hersins var útbúið og dreift meðal friðsamlegri ráðherra í ríkisstjórninni. Um miðja júni sættist ríkisstjórnin á að óska eftir því við Sovíetmenn að þeir yrðu málamiðlarar. Þann [[22. júní]] 1945 rauf showa keisari hefðina, að keisarinn talaði ekki við ráðherrana, á ný og sagði: Ég
óska þess að raunveruleg áætlun um lok stríðsins, án tillits til núverandi stefnu, verði unnin með hraði, og því fylgt eftir að koma þeim í verk. Friðarviðræður við bandamenn reindust ómögulegar þar sem að undir lok [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] kröfðust [[bandamenn]] [[skilyrðislaus uppgjöf|skilyrðislausrar uppgjarar]] af hálfu Japana og Japanska ríkisstjórnin setti eitt skilyrði fyrir uppgjöf, að staða keisarans yrði tryggð.