„Danmörk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tek aftur breytingu 1547189 frá 217.210.29.167 (spjall)
Lína 162:
==Trúarbrögð==
[[Mynd:Roskilde_mpazdziora.JPG|thumb|right|[[Dómkirkjan í Hróarskeldu]] hefur verið grafkirkja dönsku konungsfjölskyldunnar frá því á 15. öld.]]
Yfir 77% íbúa Danmerkur eru skráðir í [[danska þjóðkirkjankirkjan|dönsku þjóðkirkjuna]] sem er [[lúterstrú|lútersk-evangelísk]] [[þjóðkirkja]]. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda eru aðeins um 3% sem mæta reglulega í messur. Í stjórnarskrá Danmerkur er kveðið á um [[trúfrelsi]] en einn meðlimur dönsku konungsfjölskyldunnar verður að vera meðlimur þjóðkirkjunnar.
 
Árið 1682 fengu þrjú trúfélög leyfi til að starfa utan þjóðkirkjunnar: [[kaþólsk trú|kaþólska kirkjan]], [[danska fríkirkjan]] og [[gyðingdómur|gyðingar]]. Upphaflega var samt ólöglegt að snúast til þessara trúarbragða. Fram á 8. áratug 20. aldar fengu trúfélög opinbera viðurkenningu en síðan þá er engin þörf á slíku og hægt er að fá leyfi til að framkvæma giftingar og aðrar athafnir án formlegrar viðurkenningar.