„Brauð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Svarði2 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Mixed bread tresses.jpg|thumb|right|]]
 
'''Brauð''' er mikilvæg grunnfæða sem búin er til með því að baka, gufusjóða eða steikja [[brauðdeig]]. Deigið er gert úr [[mjöl]]i og [[vatn]]i, en [[salt]]i er yfirleitt bætt við auk [[lyftiefni]]s eins og [[lyftiduft]]i eða [[ger]]i. Brauð inniheldur auk þess oft [[krydd]] (til dæmis [[kúmen]]fræ) og heil [[korn]] (til dæmis [[sesam]]fræ eða [[valmúi|valmúafræ]]).
 
Vegna mikils [[glúten]]s sem gefur deiginu teygjanleika og mýkt, er hefðbundið [[hveiti]], einnig þekkt sem brauðhveiti, algengasta kornið sem notað er í framleiðslu á brauði en brauð er einnig gert úr mjöli annarra hveititegunda, þar á meðal durum og [[spelti]], [[Rúgur|rúgi]], [[bygg]], [[maís]] og [[Hafrar|höfrum]], sem yfirleitt, en þó ekki alltaf er blandað við hefðbundið hveiti.