„Breiðafjörður“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 5 árum
== Náttúra ==
[[Mynd:Skaleyjar-fjara.jpg|thumb|350px|Fjaran í Skáleyjum á Breiðafirði]]
Náttúra Breiðafjarðar er mjög sérstök og einkennist af fjölda eyja en í honum eru flestar eyjar á Íslandi. Talið er að þar séu um 3000 eyjar, hólmar og sker og hafa eyjarnar á Breiðafirði löngum verið taldar eytteitt af því sem væri óteljandi á Íslandi. [[Sjávarföll]] eru mjög mikil á firðinum og er munur á flóði og fjöru allt að 6 metrum á meðal stórstreymi. Landslagið tekur því miklum breytingum eftir stöðu sjávar og er þar um fjórðungur af öllum fjörum á Íslandi.
 
Berggrunur Breiðarfjarðar tilheyrir elsta hluta berggrunns Íslands og er um 6 til 12 miljón ára gamall, hluti af tertíer berggrunninum. Hann er að mestu leyti byggður upp af misþykkum [[basalt]]hraunlögum. Á [[Hrappsey]] má finna bergtegundina [[anortosít]] og er það eini fundarstaðurinn á Íslandi. Antortosít er stundum nefnd tunglberg því að það er önnur aðalbergtegund [[Tunglið|tunglsins]]. Stór [[skriðjökull]] lá yfir Breiðafirði á síðustu ísöld og hefur hann að mestu mótað núverandi landslag í firðinum.
Óskráður notandi