„Carrie Fisher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|Carrie Fisher árið 2013. '''Carrie Frances Fisher''' (fædd 21. október árið 1956 í Beverly Hills, Kaliforníu – lát...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Carrie Frances Fisher''' (fædd 21. október árið 1956 í [[Beverly Hills]], [[Kalifornía|Kaliforníu]] – látin 27. desember, 2016) var bandarísk leikkona. Hún var dóttir söngvarans Eddie Fisher og söngkonunnar Debbie Reynolds. Fisher var þekktust á ferli sínum fyrir hlutverk sitt sem Lea prinsessa í [[Star Wars]]-kvikmyndunum.
 
Fisher átti í sambandi við tónlistarmanninn [[Paul Simon]] frá 1977 til 1983. Einnig átti hún í stuttum samböndum við leikarana [[Harrison Ford]] og [[Dan Akroyd]]. Fisher eignaðist dóttur fædda árið 1992 með umboðsmanninum Bryan Lourd. Fisher átti í vinasambandi við breska söngvarann [[James Blunt]].
 
Fisher glímdi við [[geðhvarfasýki]] og [[fíkn]] lengi. Hún hafði gefið út sjálfsævisögulega bók, ''Wishful Drinking'', árið 2008 og sjálfsævisöguna, The ''Princess Diarist'' árið 2016. Fisher lauk tökum á hlutverki sínu í [[Star Wars: Episode VIII]] fyrir andlát sitt.