„1992“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 199:
 
===Október===
[[Mynd:Bijlmerramp2_without_link.jpg|thumb|right|Ummerki eftir flug 1862 í Amsterdam.]]
* [[1. október]] - Fyrsta teiknimyndastöðin, [[Cartoon Network]], hóf útsendingar.
* [[2. október]] - Vígð var 120 metra löng [[brú]] yfir [[Dýrafjörður|Dýrafjörð]]. Við það styttist leiðin á milli [[Þingeyri|Þingeyrar]] og [[Ísafjarðarkaupstaður|Ísafjarðar]] um 13 kílómetra.
* [[2. október]] - [[Blóðbaðið í Carandiru]] hófst með uppþotum í [[Carandiru-fangelsið|Carandiru-fangelsinu]] í [[São Paulo]] í Brasilíu.
* [[3. október]] - Írska söngkonan [[Sinéad O'Connor]] flutti lag um misnotkun barna innan kaþólsku kirkjunnar í sjónvarpsþættinum ''[[Saturday Night Live]]'' og reif mynd af [[Jóhannes Páll 2.|Jóhannesi Páli 2.]] páfa fyrir framan myndavélarnar.
* [[4. október]] - 50 létust þegar [[El Al flug 1862]] hrapaði á fjölbýlishús í [[Amsterdam]].
* [[4. október]] - Sextán ára langri borgarastyrjöld í [[Mósambík]] lauk með undirritun friðarsamnings í Róm.
* [[6. október]] - [[Lennart Meri]] varð fyrsti forseti Eistlands eftir endurheimt sjálfstæðis.
* [[7. október]] - Tekin voru í notkun [[flóðljós]] á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]] í Reykjavík.
* [[9. október]] - Vígð var ný [[brú]] yfir [[Markarfljót]]. Brúin er 250 metra löng og með henni styttist [[hringvegurinn]] um 5 kílómetra. Fyrri brú yfir fljótið var vígð [[1. júlí]] [[1934]].
* [[12. október]] - [[Jarðskjálftinn í Kaíró 1992|Jarðskjálfti]] reið yfir [[Kaíró]] í Egyptalandi með þeim afleiðingum að 543 fórust.
* [[16. október]] - [[Norska stórþingið]] samþykkti fullgildingu [[EES]]-samningsins með 130 atkvæðum gegn 35.
* [[22. október]] - Síldveiðiskipið [[Hólmaborg]] landaði 1350 [[tonn]]um af [[síld]] á [[Eskifjörður|Eskifirði]] og var þetta stærsti síldarfarmur sem landað hafði verið úr einu skipi.
* [[31. október]] - [[Jóhannes Páll 2.]] páfi afnam dóm rannsóknarréttarins yfir [[Galileo Galilei]] og baðst formlega afsökunar á honum.
 
===Nóvember===
* [[3. nóvember]] - [[William Jefferson Clinton]] (Bill Clinton) náði kjöri sem [[forseti Bandaríkjanna]].