„1992“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 117:
 
===Júní===
[[Mynd:Thordur_thorlaksson.jpg|thumb|right|Málverkið sem boðið var upp í Reykjavík 4. júní.]]
* [[2. júní]] - Danir höfnuðu [[Maastricht-sáttmálinn|Maastricht-sáttmálanum]] í þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum mun (50,7% á móti 49,3%).
* [[3. júní]] - [[Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun]] var sett í Rio de Janeiro í Brasilíu.
* [[4. júní]] - Elsta málverk sem boðið hefur verið upp á Íslandi var selt á uppboði í Reykjavík. Það er talið vera eftir séra [[Hjalti Þorsteinsson|Hjalta Þorsteinsson]] (1665 - 1750) og sýnir biskupshjónin [[Þórður Þorláksson|Þórð Þorláksson]] og Guðríði Gísladóttur.
* [[7. júní]]- Nýr ''[[Herjólfur]]'' kom til [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]], skip sem getur flutt 480 farþega og 62 fólksbíla í ferð.
* [[8. júní]] - [[Alþjóðlegur dagur hafsins]] var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn og fór saman við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun.
* [[10. júní]] - [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992]] hófst í Svíþjóð.
* [[10. júní]] - Kvikmyndaverðlaunin [[MTV Movie Awards]] voru veitt í fyrsta sinn.
* [[16. júní]] - [[Caspar Weinberger]] var dæmdur fyrir yfirhylmingu í [[Íran-Kontrahneykslið|Íran-Kontrahneykslinu]].
* [[17. júní]] - „Lasermaðurinn“ [[John Ausonius]] var gripinn af lögreglu í Stokkhólmi eftir misheppnað bankarán.
* [[20. júní]] - Eistland tók upp [[eistnesk króna|krónu]] í staðinn fyrir sovésku rúbluna.
* [[22. júní]] - Bein [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] Rússakeisara og [[Alexandra Fjodorovna af Hesse|Alexöndru Fjodorovnu]] voru grafin upp í [[Jekaterínburg]].
* [[23. júní]] - Bandaríski mafíuforinginn [[John Gotti]] var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á [[Paul Castellano]] og fleiri glæpi.
* [[23. júní]] - [[Verkamannaflokkur Ísraels]] undir forystu [[Yitzhak Rabin]] vann sigur í þingkosningum.
* [[25. júní]] - [[Svartahafsráðið]] var stofnað.
* [[26. júní]] - [[Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins]] framleiddi síðustu [[brennivín]]sflöskuna og afhenti hana [[Þjóðminjasafnið|Þjóðminjasafninu]] til varðveislu. Fyrsta flaskan var framleidd 1935 og er einnig varðveitt í safninu.
* [[26. júní]] - [[Danmörk]] vann [[Evrópumeistaramótið í knattspyrnu karla]] með 2-0 sigri á Þýskalandi.
* [[28. júní]] - [[Junko Tabei]] náði á tind [[Puncak Jaya]] og varð þar með fyrsta konan til að klífa alla [[Tindarnir sjö|Tindana sjö]].
* [[29. júní]] - [[Mohamed Boudiaf]], forseti Alsír, var myrtur af lífverði sínum.
* [[30. júní]] - [[Margaret Thatcher]], fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tók sæti í [[Breska lávarðadeildin|lávarðadeildinni]] með titilinn „barónessa af [[Kesteven]]“.
 
===Júlí===
* [[1. júlí]] - Aðskilnaður var gerður á milli [[dómsvald]]s og umboðsvalds [[Sýslumaður|sýslumanna]] á [[Ísland]]i.