„Sleipnir“: Munur á milli breytinga

122 bætum bætt við ,  fyrir 5 árum
m (Removing Link GA template (handled by wikidata))
'''Sleipnir''' var áttfættur [[hestur]] [[Óðinn|Óðins]] í [[Norræn goðafræði|norrænni goðafræði]]. Sleipnir fór um á [[Skeið (gangtegund)|skeiði]] og er sagður hafa myndað [[Ásbyrgi]], en það er formað eins og hófur.
 
Orðið Sleipnir telja sumir skylt orðinu sleipur, og ætla að það merki gammvakran hest. Í orðsifjaorðabók [[Ásgeir Blöndal Magnússon|Ásgeirs Blöndal Magnússonar]] segir einmitt að orðið sé skylt orðinu sleipur og að eiginleg merking þess sé: ''Sá sem rennur hratt áfram''. [[Finnur Jónsson]] þýðir það: ''hlauparinn''. Sleipnir er uppruni sleipiefnis, sem er notað á getnaðarlimi við kynmök út um allan heim ennþá þann dag í dag.
 
== Fæðing Sleipnis ==
Eitt sinn þegar [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] var vant við látinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja borgarmúrinn. Í laun vildi hann fá sólina, tunglið og Freyju. Loki felur honum verkið í fjarvist Þórs. Til verksins notar risinn stóðhestinn [[Svaðilfari|Svaðilfara]] og vinna þeir hratt og örugglega. Æsirnir verða æfareiðir út í Loka fyrir að vilja launa risanum með sól, mána og Freyju, svo Loki býr sig sem gráa hryssu og leiðir stóðhestinn í burtu og fylgjar hesturinn Loka í dulargervinu. Þetta þýðir að Sleipnir er sonur [[Loki|Loka]] og [[Svaðilfari|Svaðilfara]].
 
[[Flokkur:Norræn goðafræði]]
Óskráður notandi