„Svarfaðardalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 25:
 
== Jarðfræði Svarfaðardals ==
Berggrunnur byggðarlagsins er að mestu gerður úr fornum blágrýtishraunum sem mynda gríðarþykkan lagskiptan jarðlagastafla. Milli hraunlaganna eru setlög sem gerð eru úr gömlum jarðvegi sem safnast hefur á hraunin milli gosa, einnig má sums staðar finna sand- og malarkennd setlög sem ættuð eru frá ám og vötnum. Jarðlagastaflanum hallar lítillega til suðurs. Hann er 10 – 12 milljón ára gamall, frá miðhluta [[Míósen]]. Víða standa berggangar nær hornrétt á jarðlögin en þeir eru aðfærsluæðar fornra eldstöðva. Þykkur og mikill [[berggangur]] sker sig upp í gegn um [[Stóllinn|Stólinn]] á mótum Svarfaðardals og Skíðadals, [[Hálfdánarhurð]] í [[Ólafsfjarðarmúli|Ólafsfjarðarmúla]] er einnig berggangur. Eftir að eldvirkni lauk á svæðinu fyrir um 10 milljónum ára grófst [[Eyjafjörður]] og þverdalir hans ofan í jarðlagastaflann fyrir atbeina vatns og vinda og þegar [[ísöld]]in skall á fullkomnuðu jöklar landslagsmótunina. [[Jökulgarðar]] frá lokum síðasta kuldaskeiðs, fyrir um 10.000 árum, setja víða svip sinn á landið. [[Hólsrípill]]inn er eitt fallegasta dæmið um slíka garða en hann er ruddur upp af jökli sem eitt sinn gekk í sjó úr [[Karlsárdalur|Karlsárdal]]. [[Berghlaup]]surðir eru einnig áberandi víða í fjallahlíðum og má þar nefna [[Upsi|Upsann]] ofan Dalvíkur, hólana neðan við [[Hofsskál]] í Svarfaðardal og [[Hvarfið]] í mynni Skíðadals. Sveitarfélagið er á virku jarðskjálftasvæði og árlega verða menn varir við jarðskjálfta sem flestir eiga upptök sín á [[Grímseyjarsund]]i og fyrir mynni Eyjafjarðar. [[Dalvíkurskjálftinn]] [[1934]] er öflugasti skjálftinn sem vitað er um að riðið hafi yfir svæðið en hann var um 6,2 stig á Richter. Upptök hans voru milli Dalvíkur og [[Hrísey]]jar.
 
== Bæir í Svarfaðardal og Skíðadal==