„Dulmálsfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
 
Samhverf dulritun notast við [[algrím]] á borð við Sesar-reikniritið eða aðferð Vigenère þannig að nota þarf sama einkalykilinn til þess að dulrita og dulráða textann. Eina fullkomlega örugga leiðinn til þess að dulrita texta er að nota fjölstafa lykilorð sem er jafnlangt textanum, aðeins notað einu sinni í hvert sinn sem skilaboð eru send og notast við lykilorð sem er framleitt handahófskenndri aðferð. Slík aðferð er nefnd [[Vernam-dulritunaraðferðin]].
 
Samhverf dulritun er skilverkasta leið til þess að dulrita. Af henni leiðir hins vegar sá vandi að þeir tveir eða fleiri aðilar sem vilja stunda samskipti sín á milli með öruggum hætti verða að deila lyklinum sín á milli til þess að geta dulráðið hin dulrituðu skilaboð. Lausnin við þessu vandamáli felst í ósamhverfri dulritun.
 
Ósamhverf dulritun virkar þannig að mjög stórar [[prímtala|prímtölur]] eru notaðar til þess að búa til tvo lykla, annars vegar einkalykil sem verður að halda leyndum og hins vegar dreifilykli sem má opinbera. Einkalykilinn er notaður til þess að dulráða dulritaðan texta sem dreifilykilinn hefur dulritað.
 
Sem dæmi geta tveir aðilar '''A''' og '''B''' haft samskipti þannig að aðili '''A''' býr til einkalykil '''K-E''' og dreifilykil '''K-D''' og kunngjörir '''K-D''' en geymir '''K-E''' á öruggum stað. Vilji '''B''' eiga í öruggum samskiptum við '''A''' getur hann tekið dreifilykilinn '''K-D''' og notað til þess að dulrita skilaboð '''M''' => '''C'''. Því næsta sendir hann '''C''' til '''A''' sem einn getur dulráðið skilaboðin með einkalykli sínum '''K-E''' þannig að '''C''' => '''M'''.
 
== Tilvísanir ==