„Sigurður málari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 23:
Sigurður skrifaði greinina „Um kvennbúnínga á Íslandi að fornu og nýju“ árið [[1857]] í ''[[Ný félagsrit]]''. Þar fjallaði hann um þá nauðsyn sem hann taldi [[þjóðbúningur|þjóðbúninginn]] vera fyrir hverja þjóð, jafnframt því sem hann harmaði afkáralegan klæðaburð Íslendinga. Sigurði líkaði illa við erlenda siði í klæðnaði sem menn tóku upp, oft löngu eftir að þeir hefðu liðið undir lok í upprunalandi sínu, og hvatti þess í stað til þess að glæsilegir búningar fyrri alda yrðu teknir upp að nýju.<ref>Sigurður Guðmundsson (1857), bls. 1, 39-42</ref>
 
Eftir að Sigurður kom aftur heim til Íslands varð þjóðbúningurinn hans fyrsta baráttumál. Hann brýndi konur til að taka faldinn upp að nýju og hannaði á árunum 1858-1860 nýjan íslenskan kvenbúning, [[skautbúningurSkrautbúningur|skautbúning]] eða hátíðarbúning, úr gamla [[faldbúningur|faldbúningnum]]. <ref>Jón Auðuns (1950)</ref><ref>Íslenski þjóðbúningurinn (2002b)</ref> Hann teiknaði einnig árið 1870 léttari faldbúning sem hann nefndi [[kyrtill|kyrtil]], og hafa mátti til dansleikja, sem brúðarbúning og fermingarbúning.<ref>Íslenski þjóðbúningurinn (2002a)</ref>
 
=== Rannsóknir á Þingvöllum ===