„Þróað land“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 6:
{{legend|#858585|Engin gögn}}]]
 
'''Þróað land''' eða '''iðnríki''' er [[ríki]] með háþróað efnahagskerfi og góðar tæknilegar innviðir miðað við önnur minna þróuð lönd. Þættirnir sem eru notaðir til að meta þróunarstig lands eru meðal annars [[landsframleiðsla]], [[þjóðarframleiðsla]] og tekjur á mann. Einnig er tekið tillit til [[iðnvæðing]]arstigs, dreifingar innviða og [[lífsgæði|lífsgæða]] almennt.
 
Í hagskerfum þróaðra landa skilar þjónustugreinin meiri tekjum en iðnaðargreinin, ólíkt í [[þróunarland|þróunarlöndum]], sem eru enn að iðnvæðast, eða í vanþróuðum löndum þar sem [[landbúnaður]] skilar ennþá hæstu tekjum. Frá og með [[2015]] mynda þróuð lönd 60,8% landsframleiðslu heimsins miðað við nafnvirði og 42,9% landsframleiðslu heimsins miðað við [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjöfnuð]] samkvæmt tölum [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðsins]] (IMF). Sama ár voru stærstu efnahagskerfi heimsins [[Ástralía]], [[Bandaríkin]], [[Bretland]], [[Frakkland]], [[Ítalía]], [[Japan]], [[Suður-Kórea]], [[Spánn]] og [[Þýskaland]].